09.03.2020
VERKFÖLLUM AFLÝST SJÁ FRÉTT OKKAR – Bæjarstarfsmenn undirrita kjarasamning – verkföllum aflýst
Nú er orðið ljóst að verkföll eru hafin því ekki tókst að semja fyrir miðnætti í kvöld.
Verkfall BSRB og aðildarfélaga þeirra er skollið á. Fundur stendur enn yfir hjá Ríkissáttasemjara. Tæplega 16 þúsund félagsmenn leggja niður störf. Boðað hefur verið verkfall á mánudag og þriðjudag.
Stíft hefur verið fundað alla helgina hjá Ríkissáttasemjara. Allir sex fundir sem voru á dagskrá frá því í morgun standa enn yfir. Sameyki fundar með ríki og Reykjavíkurborg. Sjúkraliðafélag Íslands ræðir við ríki og sveitarfélög, Efling við Reykjavíkurborg og Samflot við samninganefnd sveitarfélaganna.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða hópar það eru sem fara í verkfall og hvenær verkfallsaðgerðir standa yfir.
Félagsmenn í eftirtöldum félögum munu taka þátt í verkfallsaðgerðunum:
- Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
- Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
- FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
- Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
- Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
- Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu
- Sjúkraliðafélag Íslands
- Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu
- Starfsmannafélag Fjallabyggðar
- Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
- Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
- Starfsmannafélag Húsavíkur
- Starfsmannafélag Kópavogs
- Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
- Starfsmannafélag Suðurnesja
- Starfsmannafélag Vestmannaeyja
Upplýsingar teknar frá mbl.is
Tekur þá gildi þessi tilkynning frá GRV hérna að neðan.
08.03.2020 kr 21:10
Tígull mun fylgast vel með og setja inn um leið og ljóst er hvernig mun fara seinna í kvöld.
Tilkynning frá skóastjóra GRV
Kæru foreldrar/forráðamenn
Athugið að ef það kemur til verkfalls á morgun, verður ekki hægt að bjóða upp á hádegismat mánudag og þriðjudag. Nemendur þurfa því að mæta með hádegisnesti þessa tvo daga.
Ástæðan fyrir því er að landlæknir gaf út tilmæli um að það sé öruggast að starfsmenn skóla skammti mat til nemenda, Þetta sé liður í að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Matráðar skólanna fara í verkfall og verða þá ekki til staðar til að skammta mat til nemenda, aðrir starfsmenn mega ekki ganga í þeirra störf.
Ég minni á að skóla lýkur kl. 11:40 hjá 1. bekk og 11:20 hjá öðrum bekk, þessa tvo daga, ef það verður verkfall.
Við vonum auðvitað að það verði samið í kvöld og hvetjum ykkur til að fylgjast vel með.
Helgi R Tórzhamar tók þessa forsíðumynd séð frá Blátind yfir bæinn.