10.01.2020 kl 13:20
Nú rétt í þessu eða um 13:00 varð skjálfti 4 km SSA af Hveragerði, fyrsta mat af skjálftanum er stærð 3,9. Tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist í Hveragerði, Selfossi,Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu.
UPPFÆRT: 13:55 – Fram kemur í tilkynningu að skjálftinn, sem gekk yfir klukkan 13.10, hafi verið 3,9 að stærð á 8 km dýpi. Upptök hans voru um 4,5 kílómetrum suðsuðaustur af Hveragerði.
Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst.
