29.10.2020
Á vef Heilbrigðisstofnun Suðurlands (hsu.is ) er listi yfir fjölda smitaðra og þeirra sem eru í sóttkví yfir Suðurland og greint eftir bæjarfélögum.
Þar kemur fram að einn sé í einangrun og tveir í sóttkví í dag í Vestmannaeyjum.
Þessar tölur er dálítið villandi þar sem farið er eftir þeim sem eru skráðir eru á heilsugæslu hvers bæjarfélags en búa jafnvel ekki í bæjarfélaginu. Þessi aðili sem er smitaður hefur ekki búið í Vestmannaeyjum í dágóða stund og er búsettur á höfuðborgarsvæðinu segir Arndís lögreglustjóri í samtali við Tígul.is
Þess vegna er betra að bíða eftir tilkynningu frá Aðgerðastjórn með þessar tölur því oft þarf að vinna þær fyrst svo rétt sé farið með.
Þessi texti er undir töflunni inn á hsu.is:
ATH að tölur hér að ofan telja einstaklinga sem lögheimili hafa í eftirtöldum póstnúmerum, hvort sem þeir taka út einangrun heima eða á öðrum dvalarstað.
Einnig eru hér einstaklingar sem ekki hafa lögheimili í þeim póstnúmerum þar sem þeir eru taldir með, en eru þar í einangrun/sóttkví, td í sumarhúsi.
Vegna þessa getur verið misræmi á tölum á www.covid.is og hjá okkur.
Við hvetjum ALLS EKKI til þess að fólk flytji sig á milli heilbrigðisumdæma í veikindum sínum og þess þá síður að fólk flytji sig lengra frá sérhæfðri aðstoð, eins og upp í sumarbústaðina sína.
Fjöldatölur á Suðurlandi / numbers
Dags. | 29. okt. | ||||
Póstnúmer | Sóttkví | Einangrun | |||
780 | 3 | 1 | Höfn | ||
781 | 4 | Höfn – dreifbýli | |||
785 | 1 | Öræfi | |||
800 | 49 | 20 | Selfoss | ||
801 | Selfoss | ||||
803 | 1 | Flóinn (Tilh. Selfoss) | |||
804 | 1 | 1 | Skeiða og Gnúpverjahreppur | ||
805 | 1 | 1 | Grímsnes | ||
806 | 1 | Bláskógarbyggð | |||
810 | 5 | 10 | Hveragerði | ||
815 | 20 | 3 | Þorlákshöfn | ||
816 | 1 | 1 | Ölfus | ||
820 | 8 | 11 | Eyrarbakki | ||
825 | 1 | 1 | Stokkseyri | ||
840 | 1 | Laugarvatn | |||
845 | 2 | Flúðir | |||
846 | 2 | Flúðir -dreifbýli (Hrunamannahreppur) | |||
850 | 2 | 1 | Hella | ||
851 | 3 | 1 | Hella – dreifbýli | ||
860 | 1 | 4 | Hvolsvöllur | ||
861 | 1 | 1 | Hvolsvöllur – dreifbýli | ||
870 | 1 | Vík | |||
871 | Vík – dreifbýli | ||||
880 | 1 | Kirkjubæjarklaustur | |||
881 | 3 | Kirkjubæjarklaustur – dreifbýli | |||
900 | 2 | 1 | Vestmanneyjar |