08.03.2020
Uppfært kl 20:25 – Það var vel tekið á móti bikarmeisturum dagsins, eins og Íris Róbertsdóttir sagði „bikar á dag kemur skapinu lag“
Stelpurnar áttu frábæran leik og höfðu mikla yfirburði nánast allan leikinn. Staðan í hálfleik var 11:5 ÍBV í vil og í síðari hálfleik gáfu okkar stelpur vel í og unnu að lokum sigur 22-12.
Sunna Daðadóttir átti stórleik í markinu og Júnía Eysteinsdóttir kom öflug inn undir lokin.
Markaskorar ÍBV: Elísa Elíasdóttir 6, Helena Jónsdóttir 4, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 4, Þóra Björg Stefánsdóttir 3, Amelia Einarsdóttir 2, Katla Arnarsdóttir 1, Berta Sigursteinsdóttir 1, Herdís Eiríksdóttir 1.
Elísa Elíasdóttir var valin leikmaður leiksins og átti hún flottan leik, eins og raunar allt liðið.
Innilega til hamingju með þennan árangur.