12.03.2020 kl 11:42
Uppfært kl 14:07 – smitum fjölgar hratt á landinu, nú hafa 109 smit greinst.
Samhæfingarstöð almannavarna segir í tilkynningu, að frá því í gærkvöldi hafi fimmtán tilfelli af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdóminum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Samtals hafi 103 einstaklingar verið greindir hér á landi. 80 smit tengjast ferðum erlendis en 23 eru innanlandssmit.
Fram kemur í tilkynningunni, að uppruna flestra smita megi rekja til Norður-Ítalíu og skíðasvæða í Ölpunum en þrjú smit hafi greinst frá einstaklingum sem komu hingað frá Bandaríkjunum. Um 1.000 sýni hafi verið tekin í heild.