30.10.2020
Vísir.is greinir frá að áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar verða kynntar í dag en boðað hefur verið að aðgerðirnar verði hertar frá því sem nú er. Fylgst verður með framvindu dagsins í beinni útsendingu á Vísi og í vaktinni.
Fundur ríkisstjórnarinnar hófst klukkan níu í morgun í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögu að aðgerðum er á dagskrá.
Í framhaldinu verður haldinn blaðamannafundur með ráðherrum úr ríkisstjórninni og þríeykinu.
Fundurinn er hafinn en hann byrjaði núna kl 13:00