20.03.2020 uppfært kl 11:35
Uppfært kl 11:35 Tígull heyrði í Hirt Kristjánssyni rétt í þessu og staðfesti hann að skipverjarnir þrír væru ekki mikið veikir en það veikir að þeir væru ekki að fara að vinna áfram um borð, samkvæmt heimildum blaðamanns Tíguls fóru skipverjarnir þrír með fyrstu ferð Herjólfs upp á land í morgun. Og við ýtrekum að ekki eru komnar niðurstöður úr rannsóknum þeirra.
Í gærkvöldi tilkynnti landhelgisgæslan lögreglu að von væri á fiskiskipi til Vestmannaeyja þar sem væru talsverð veikindi um borð.
17 menn af 26 höfðu verið veikir og þrír mikið veikir. Hafnarsvæðinu var lokað fyrir almenningi og fóru heilbrigðisstarfsmenn um borð þegar skipið hafði lagst að bryggju um ellefuleytið en forgangsmál var að sinna sjúklingunum. Tekin voru sýni vegna COVID-19 úr 7 skipverjum og 4 skipverjar voru teknir í land og var komið fyrir í farsóttarhúsi vegna veikinda þeirra.
Aðrir skipverjar eru um borð í skipinu í svokallaðri biðkví á meðan málið er til rannsóknar og fer enginn frá borði fyrr en niðurstaða liggur fyrir.
Ekki hefur verið staðfest að veikindin stafi af smiti vegna kórónaveirunnar heldur er um varúðarráðstöfun að ræða vegna útbreiðslu hennar. Þegar niðurstaða vegna rannsóknar sýnanna liggur fyrir verða frekari ákvarðanir teknar. Skipverjarnir hafa greiðan aðgang að læknum heilsugæslunnar og er vel sinnt.
Nokkrir úr áhöfn togarans Hrafni Sveinbjarnarsonar GK-255 voru orðnir veikir og var óskað eftir lækni um borð, 2-3 úr áhöfninni eru veikir og vildu þeir láta kanna hvort um Covid-19 smit væri að ræða.
Tígull náði tali af Þórir Rúnari Geirssyni hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sem var staddur á bryggjunni og sagði hann að um varúðarráðstöfun væri að ræða vegna Kórónu veirunnar.
Heilbrigðisstarfsfólk er um borð að skoða mennina, en ekki er vitað meira í augnablikinu segir Þórir í samtali við Tígul.
Fréttin verður uppfærð þegar nánar er vitað um málið.