Uppfærð frétt: Alls níu verkefni í Vestmannaeyjum hlutu styrk úr uppbyggingarsjóð suðurlands

02.11.2020

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða síðari úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru samtals 165, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 72 umsóknir og 93 umsóknir í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var 40 m.kr. úthlutað, 20 m.kr. í hvorn flokk, til samtals 85 verkefna. Samþykkt var að veita 31 verkefnum styrk í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna og 54 verkefni í flokki menningarverkefna.

Hæsta styrkinn í flokki atvinnu og nýsköpunar hlaut að þessu sinni Roberto Tariello 1,5 m.kr. í vekefnið „Loftþurrkað rauðvínslambalæri á suður-evrópska vísu“.
Í flokki menningarverkefna hlaut Biðukolla ehf., hæsta styrkinn fyrir verkefnið „Skjálftinn“ að upphæð kr. 1,5 m.kr.

Í Vestmannaeyjum fengu nokkur verkefni styrk:

í flokknum atvinnu- og nýsköpunarverkefna :

Viðskiptaáætlun fyrir fjármögnun 5300 tonna fiskeldisstöðvar Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf.  Upphæð 1.250.000 kr

Vatnsrofin fiskiprótín úr hliðarafurðum fiskvinnslu Langa ehf. Upphæð 800.000 kr

COD WINGS ÞORSK VÆNGIR Gísli Matthías Auðunsson. Upphæð 500.000 kr

Markaðsefni fyrir sprettur Aldingróður ehf.  Upphæð 300.000 kr

Í flokki menningarverkefna:

„Ó flýt þér nær þegar vorharpan slær“ – Eyjalög að sumri Guðný Charlotta Harðardóttir. Upphæð 300.000 kr

Jónas Friðrik – tónleikar Vestmannaeyjabær. Upphæð 250.000 kr

Mósaík Vinnustofur Helga Jónsdóttir. Upphæð 200.000 kr

1000 Andlit heimaeyjar Bjarni Sigurðsson. Upphæð.  150.000 kr

Mannlíf og byggð í glerplötusafni Kjartans Guðmundssonar. Vestmannaeyjabær. Upphæð 100.000 kr

Lista yfir verkefni sem hlutu styrki má sjá sv HÉR

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search