Uppfærð 23:52 – Röng frétt í dag að sýni frá Vestmannaeyjum hafi verið send í rannsókn

04.03.2020 kl 22:35

Vegna fjölda fyrirspurna og umtals fannst okkur hjá Tígli ástæða til að setja inn smá frétt til að róa íbúa Vestmannaeyja. Samkvæmt upplýsingum okkar þá hafa ENGIN sýni verið tekin hér í Vestmannaeyjum og send til rannsóknar á Landspítalanum vegna Covid-19.

Í frétt frá Eyjafréttum kom það fram fyrr í dag að svo hefði verið, Eyjafréttir hafa uppfært frétt sína og leiðrétt þetta en það virðist hafa farið fram hjá mjög mörgum.

Tígull átti gott samtal við Hjört Kristjánsson

Tígull átti gott samtal við Hjört Kristjánsson, framkvæmdastjóra lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands nú í kvöld og fékk það enn og aftur staðfest að engin sýni hafa verð tekin hérna í Vestmannaeyjum.

Tveir einstaklingar hafa verið í heimasóttkví og taldi Hjörtur jafnvel að þeir væri í dag búnir í henni. Samkvæmt upplýsingum hans sé jafnvel enginn í sóttkví í dag og staðan sé óbreytt í Eyjum síðstu tvær vikurnar. Hjörtur sagði einnig að það væri nú bara tímaspursmál hvernær faraldurinn kæmi á eyjuna og ítrekaði að fólk ætti að halda ró sinni. Þetta hefur lagst mjög vægt á alla sem hafa smitast á Íslandi en jú þetta er mjög smitandi og það er mikið í okkar höndum að reyna að draga úr þessu eins mikið og við getum með handþvotti og spritti inni á milli.

Það hafa margir aðilar staðið að undirbúningi og eru viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum tilbúnir að takast á við það ef margir veikjast í einu.

Fyrsta Covid-19 smitið staðfest á suðurlandi

Hjörtur staðfesti að fyrsta staðfesta smitið á suðurlandi hafi komið nú í kvöld og er það í uppsveitum Árnessýslu. Sá aðili sem smitaður er ákvað að vera í einangrun upp í sumarbústað til að koma í veg fyrir að smita fjölskyldu sína. Hann er einn af þeim farþegum úr fluginu sem fleiri smit hafa verið staðfest úr. Allir nágrannar við bústaðinn hafa verið látnir vita.

Hjörtur sagði að lokum að á morgun verður í kjölfarið líklega aðgerðastjórn formlega virkjuð á suðurlandi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search