Á bæjarstjórnarfundi fimmtudaginn síðastliðin gerði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri grein fyrir þriggja ára fjárhagsáætlun 2023 til 2025 og sérstaklega þær framkvæmdir sem áætlaðar eru á umræddu þriggja ára tímabili.
Þar vega þyngst stækkun Hamarsskóla, uppbygging íþróttamannvirkja, fráveituframkvæmdir, skipulag og framkvæmdir á hafnarsvæði og ljósleiðaravæðing í þéttbýli.