Þriðjudagur 5. desember 2023

Unnur Líf og Snjólaug hlutu Menntaverðlaun Suðurlands 2020

Menntaverðlaun Suðurlands voru afhent í þrettánda sinn í dag á hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands með nýju sniði í takt við þann veruleika sem við búum við í dag, að hluta til í Fjölheimum á Selfossi og að hluta í fjarfundi.

Í úthlutunarnefnd sem skipuð er af stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var undirrituð ásamt Sigurði Sigursveinssyni en auk þess starfar Anna Margrét Ólafsdóttir Briem fyrir nefndina.

Ásgerður K. Gylfadóttir formaður SASS byrjaði á því að þakka þeim sem sendu inn tilnefningar. Þær voru fjölbreyttar og gefa góða mynd af því öfluga menntastarfi sem er á Suðurlandi.
Að þessu sinni bárust sex tilnefningar til Menntaverðlauna Suðurlands fyrir árið 2020 um verkefni, einstaklinga og/eða stofnanir og eru tilnefningarnar eftirfarandi:
1. Magnús J. Magnússon fyrrverandi skólastjóri Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri fyrir starf í þágu leiklistar í skólanum.

2. Snjólaug Elín Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir kennarar við Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir frumkvöðlastarfsemi á menntasviði með gerð kennsluefnis sem þær deila með öðrum á vefsíðunni og Facebookhópnum „Út fyrir bókina“.

3. Nanna Dóra Ragnarsdóttir, grunnskólakennari við Grunnskóla Hornafjarðar fyrir góða kennsluhætti.

4. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari í Vestmannaeyjum fyrir fjölbreytta fræðslu og námskeið með „Leiðarvísi líkamans“

5. Hvolsskóli, fyrir nýsköpunarverkefni á elsta stigi grunnskóla.

6. Guðni Sveinn Theodórsson og Ökuland fyrir framúrskarandi metnað í ökukennslu.

Allar sex tilnefningarnar eru verðugar verðlaunanna og vil ég óska þeim tilnefndu til hamingju með tilnefningarnar sagði Ásgerður.

Nefndin fjallaði um umsóknirnar og niðurstaðan varð sú að Menntaverðlaun Suðurlands 2020 hljóta Snjólaug Elín Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir kennarar við Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir frumkvöðlastarfsemi á menntasviði með verkefninu „Út fyrir bókina“.

Nefndin tekur undir rökstuðning þeirra sem stóðu að tilnefningunni, en þar segir m.a.:
„Verkefnin eru hönnuð þannig að þau nálgist áhugasvið barna og er öllum ókeypis að nota. Þeirra metnaður og tilgangur felst í því að glæða lífi í kennsluna, vekja áhuga og koma kennslunni út fyrir bókina. Frábært verkefni sem þær standa fyrir, gjörsamlega til fyrirmyndar.“

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir þeim svo verðlauninn rafrænt  já svona er raunveruleikinn í dag.

Hér er hægt að semlla til að skoða síðuna þeirra Út fyrir bókina

Sjá einnig frétt um þær vinkonur Unni og Snjólaugu:

Námsefni sem ekki er bundið við hina hefðbundnu skólabók

Unnur Líf Ingadóttir og Snjólaug Árnadóttir

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is