Unnar Gísli og Sigríður Unnur sýna á Skipasandi

Hjónin Unnar Gísli og Sigríður Unnur verða með sýningu á verkum sínum í Listakrónni á Skipasandi sem er í eigu Sigurjóns Ingvarssonar, Helga Bragasonar, Jóhanns Péturssonar og Karls Haraldssonar, mikilla listunnenda

Sigríður Unnur sýnir textílverk og ljósmyndir og Unnar Gísli málverk.

„Ég fór í textílnám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og ég vinn með silkiprent. Vinn út frá ljósmyndum og formin eru klettarnir hér í kring. Ótrúlega fjölbreytt sem ég sameina í nokkrar myndir. Hvað margar er ekki alveg komið á hreint. Fimm ljósmyndir og fimm til átta verk,“ segir Sigríður Unnur.
„Ég verð með átta verk,“ segir Unnar Gísli sem hefur sýnt verk sín áður. „Það var á goslokahátíð fyrir nokkrum árum og notaði ég tækifærið til að spila og syngja fyrir gesti. „Þemað hjá mér átti að vera andlit en svo fór þetta yfir í form, fugla og andlit.“

„Sigurjón spjallaði við okkur í febrúar eða mars og hvatti okkur til að halda sýningu. Vissi að við vorum að gera eitthvað og ýtti á okkur að sýna,“ segir Sigríður Unnur.“

Unnar Gísli/Júníus Meyvant sem er eitt okkar stærsta nafn í tónlistinni hefur ekki setið auðum höndum og er að leggja lokahönd á þriðju plötu sína. „Fer síðan strax í næstu plötu. Platan kemur út seinna á árinu og er sérstök að því leyti að hún er að öllu leyti tekin upp í Vestmannaeyjum, í bílskúrnum. Fyrsta fullgerða Eyjaplatan mín,“ og nú er það Júníus Meyvant sem talar.

Sýningin hefst í dag föstudag og verður þá opin frá sex til níu og eitt til sex laugardag og sunnudag og vonast þau til að sjá sem flesta.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is