Ungir eyjapeyjar hönnuðu pútter sem inniheldur greiningartæki sem er bylting fyrir golfheiminn

29.04.2020

Sex ungir peyjar úr Framhaldskóla Vestmanneyja unnu verðlaun fyrir bestu tæknilausnina/forritunina í nýsköpunarkeppni Ungra frumkvöðla.

Þetta eru þeir Rúnar Gauti Gunnarsson, Sæþór Páll Jónsson, Sævald Gylfason, Kristófer Tjörvi Einarsson, Leó Viðarsson og Daníel Scheving Pálsson.

Hugmyndin okkar var að framleiða pútter sem inniheldur greiningartæki. Það er byltingarkennt á golfkylfusviðinu þar sem tækni sem þessi hefur ekki komið fram áður.

Greiningartækin hafa alltaf verið aðgreind frá kylfunni en IQroll pútterarnir munu innihalda alla tæknina inni í kylfu hausnum sjálfum. Við stefnum á að byrja að framleiða pútterana um leið og við höfum aðgang að öllum vélum sem til þarf. Tæknin mun verða mun ódýrari en áður hefur sést eða í kringum 50-70 þúsund í stað 4 milljóna.

Við lítum björtum augum til framtíðar og hlökkum til frekari þróunnar segir Rúnar Gauti að lokum og vill hann koma þakklæti til Sigursteins Marínóssonar ( Diddi Mar ) en hann aðstoðaði þá í ferlinu.

Það er hægt að skoða þetta nánar hjá þeim inn á heimasíðu þeirra IQroll.com og einnig gefa þeim LIKE á facebook.

Tígull óskar þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur og óskar þeim góð gengis.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is