Kominn er af stað undirskriftarlisti til stuðning þess að láta endurskoða ákvörðun um að hækka aldur til krabbameinsskoðunar kvenna.
Endurskoðum nýjar reglur um krabbameinsskoðanir kvenna!
Nýjar reglur kveða á um breyttan aldur kvenna í brjóstamyndatökur.
Við biðjum því Heilbrigðisráðherra og Forsætisráðherra um að endurskoða þessar nýju reglur þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára.
Einnig hækkaði aldur kvenna í leghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað.
Þú getur smellt á myndina til að kvitta undir.