Undirbúningur fyrir brekkusönginn í kvöld í fullum gangi í Herjólfsdal – myndband og myndir

Tígull kíkti inn í dal á undirbúninginn fyrir brekkusönginn sem fer fram í live streymi í kvöld

Það var undarleg tilfinningin að rölta inn í dal og sjá eitt hvítt tjald standa við Þórsgötu, frá því barst undurfagur söngur um Einar kalda út eyjum. Það var líkt og ein fjölskylda hefði fengið leyfi til að hada þjóðhátið í dalnum. En það var nú ekki raunin, fljótlega komu flottir tónlistarmenn hver á eftir öðrum út úr tjaldinu og héldu upp á svið, Hreimur, Embla Mar­grét, Ragga Gísla, Sverrir Bergmann, Jóhanna Guðrún, Guðrún Árný, Pálmi Gunnars, Klara og Halldór Fjallabróðir. Þau voru að taka rennsli fyrir kvöldið og við fengum einmitt leyfi til að kíkja á það.

Þau voru öll í brjáluðum gír og tilbúin í að framkvæma þjóðhátíðar stemningu í kvöld heim í stofu og jú í tjöldin um alla eyjum þar sem margir hafa farið með sjónvörpin út í tjald.

Tígull tók létt spjall við Hreim og Svein Waage sem má sjá hér fyrir neðan. Eyjamaðurinn Sveinn Waage verður kynnir í kvöld og efumst við ekki um að hann muni halda upp góðu stuði. Útsendingin hefst kl 21:00 góða skemmtun.

Vægast sagt mjög furðuleg tilfinning að sjá eitt hvítt tjald í dalnum kl 16 á sunnudegi á þjóðhátið.
Flott feðgin, Embla Margrét og Hreimur, þau flytja þjóðhátíðarlagið 2021, Göng­um í takt

Viktor er auðvitað THE hljóðmaðurinn og með allt á hreinu hér.
Ragga Gísla dansar og syngur um sviðið
Guðrún Árný og Sverrir Bergmann eru til í þetta
Sveinn og Hreimur fara vel yfir dagskrá kvöldins,
Jú þeir eru klárir peyjarnir í þetta gigg
Jóhanna Guðrún tekur sig ALLTAF vel út á sviðinu
Svanur og Haraldur klárir í kvöldið,
Sveinn Waage lofaði Haraldi að haga sér nokkuð vel í kvöld.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search