Miðvikudagur 27. september 2023
Halldór Ben

Umsóknarfrestur rennur út í dag 17. apríl

17.04.2020

Ágætu unglingar, foreldrar og/eða forráðamenn ungmenna fæddra 2004, 2005 og 2006.

Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar er starfræktur yfir sumarmánuðina, júní og fram í ágúst. Allir unglingar úr 8., 9., og 10. bekkjum grunnskólans með heimili í Vestmannaeyjum hafa rétt til þátttöku í Vinnuskólanum. Unglingunum er skipt í hópa sem hver hefur sinn flokksstjóra og er stefnt að því að hafa verkefnin sem fjölbreyttust en þó er ljóst að sem fyrr eru garðyrkjustörf og almenn umhirða bæjarfélagsins langstærsti þátturinn í vinnuskólanum.

Í flestum tilfellum er Vinnuskólinn fyrstu kynni ungmenna af launaðri vinnu og því mikilvægt að vel takist til. Það er því nauðsynlegt að umræðan á heimili sem og umfjöllun í samfélaginu sé á jákvæðum nótum. Gott er t.d. að hafa í huga að starfsfólk vinnuskóla á rétt á bæði matar- og kaffitímum. Þar sem þau hafa ekki neina sérstaka aðstöðu til umræðu er ekki óeðlilegt að þau sjáist sitja og hvíla sig öðru hvoru.

Starfstími unglinganna er misjafn eftir árgöngum:

– Árgangur 2006, 25 vinnudagar, 30 tíma á viku. Unnið er frá 09-12 og frá 13-16 mánudaga til föstudaga, hægt er að vinna hálfan daginn sé þess kosið. Valdar eru hámark 5 vikur af þeim sem eru í boði.

– Árgangur 2005, 30 vinnudagar, 30 tíma á viku. Unnið er frá 09-12 og frá 13-16 mánudaga til föstudaga. Valdar eru hámark 6 vikur af þeim sem eru í boði.

– Árgangur 2004, 35 vinnudagar, 30 tíma á viku. Unnið er frá 09-12 og frá 13-16 mánudaga til föstudaga. Valdar eru hámark 7 vikur af þeim sem eru í boði.

Reynt verður að koma til móts við óskir um tímabil eftir fremsta megni.  Mjög áríðandi er að skila umsóknum fyrir 17. apríl. Ofangreint miðast við að það náist að ráða flokkstjóra til starfa, gæti skipulag tekið breytingum með tilliti til þess.

Laun

Unglingar fæddir 2006                   690 kr. á klst. með orlofi

Unglingar fæddir 2005                   805 kr. á klst. með orlofi

Unglingar fæddir 2004                   973 kr. á klst. með orlofi

Þeir sem eru fæddir 2004 þurfa að gefa upplýsingar um nýtingu á persónuafslætti hafi þeir náð 16. ára aldri. Laun eru greidd fyrsta virka dag hvers mánaðar og eru lögð inn á bankareikning og er launatímabil frá 21. hvers mánaðar til 20. þess næsta. Flokkstjórar hafa samband við forráðamenn áður en vinna hefst og gefa upplýsingar um hvar skal mæta ofl.

Markmið vinnuskólans er að undirbúa unglingana í vinnu áður en haldið er út á hinn almenna vinnumarkað. Vinnuskólinn er þó ekki einungis vinna heldur er einhver tilbreyting innifalin í skólanum, eins og í öðrum skólum.

Mjög áríðandi er að sækja formlega um fyrir 17. apríl. Umsóknin fer rafrænt fram hér: https://forms.gle/RKve7a7LxXE4NLo29

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 488-2000 eða á netfanginu ernag@vestmannaeyjar.is.

Forsíðumynd Halldór Ben

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is