Umsáturseinelti refsivert samkvæmt nýju frumvarpi

19.10.2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi sínu þar sem umsáturseinelti verður gert saknæmt. Það verði gert með því að bæta nýrri lagagrein þar að lútandi í núgildandi hegningarlög.

Umsáturseinelti er sú hegðun þar sem einhver situr um aðra manneskju. Nái frumvarpið fram að ganga getur allt að fjögurra ára fangelsi legið við því að hóta endurtekið, elta, fylgjast með eða setja sig í samband við annað fólk þannig að það valdi ógn, skelfingu, hræðslu og kvíða.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að atferli geti talist refsivert hvort sem það beinist að kunnugu fólki eða bláókunnugu. Jafnframt segir að sú aðferð sem beitt er við eineltið þurfi ekki að fela í sér sjálfstæðan refsiverðan verknað heldur geti hegðun sem ein og sér sé ekki refsiverð orðið það sé hún endurtekin.

Markmiðið með frumvarpinu er að tryggja vernd þeirra sem fyrir einelti af þessu tagi verða, ekki síst kvenna og barna. Lagaákvæðið byggir á ákvæðum Istanbúl-samningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi.

Samtökin Barnaheill lögðu til í umsögn um frumvarpið að fjallað yrði sérstaklega um áhrif lögfestingarinnar á börn á heildstæðan hátt í samræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fram kemur sú meginregla að við allar ákvarðanir sem varði börn skuli hafa að leiðarljósi það sem barni sé fyrir bestu.

Istanbúl-samningurinn var samþykktur á vettvangi Evrópuráðsins 11. mars 2011 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum sama dag. Ísland fullgilti samninginn af sinni hálfu 26. apríl 2018 líkt og hin Norðurlöndin hafa jafnframt gert.

Í fyrstu þótti ekki þurfa að bæta ákvæðum um umsáturseinelt í íslenska löggjöf, enda talið að önnur ákvæði laga næðu til slikrar hegðunar. Sérstakt refsiákvæði um umsáturseinelti er að finna í norskum, sænskum og finnskum hegningarlögum, en ekki í dönskum líkt og raunin er enn á Íslandi.

Frétt frá ruv.is 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is