Á fundi fræðsluráðs í gær voru til umræðu sumarlokun og sumarleyfi leikskólanna
Undanfarin tvö sumur hafa leikskólar verið lokaðir í þrjár vikur og þá hafa foreldrar/forráðamenn valið tvær vikur til viðbótar þannig að sumarleyfi barns væri fimm vikur. Sumarið 2020 var sumarlokunin 6.-24. júlí og sumarið 2021 12.-29. júlí.
Umræður voru um þetta fyrirkomulag og hvernig það hefur reynst og hugmyndir að fyrirkomulagi fyrir árið 2022 reifaðar.
Umræður um að breyta fyrirkomulaginu á sumarlokun leikskólanna sumarið 2022.
Rætt um að hafa sumarlokunina fjórar samfelldar vikur og foreldrar/forráðamenn kjósi um tvær tillögur að tímabilum sem sumarlokun stendur yfir. Foreldrar/forráðamenn geta síðan, líkt og getið er um í reglum, sótt um auka sumarleyfisviku öðru hvorum megin við sumarlokunina. Sú vika er þá gjaldfrjáls fyrir þá sem kjósa að nýta þann kost.
Fræðslufulltrúa er falið að útfæra tillögur að tímabilum sumarlokunar í samráði við stjórnendur leikskóla og ákvörðun um framhaldið tekin á næsta fundi fræðsluráðs.