Þriðjudagur 23. júlí 2024
Tryggvi Hjaltason

Umhugsunarvert hve mikill munur er orðinn á kvk og kk í menntakerfinu okkar

Í vikunni tilkynnti ríkisfyrirtækið Íslandsbanki þar sem meirihluti starfsmanna eru konur um viðskiptaþvinganir sem beinast sérstaklega að karlmönnum. Ekkert var tilkynnt um sambærilegar aðgerðir sem beinast að því að rétta hlut karlmanna þar sem verulega hallar á…

Þess vegna má benda Íslandsbanka á eftirfarandi:

Mælingar sýna það aftur og aftur að nútíma menntakerfi hentar stelpum betur, strákar læra betur í gegnum störf og leik á meðan sitja kyrr og taka próf módelið hentar stelpum betur (þó það sé langt í frá besta módelið lið fyrir stelpur heldur).

Einungis 1/3 nemenda í Háskóla Íslands (önnur ríkisstofnun) eru drengir og það hlutfall fer lækkandi með hverju ári. Drengir eru að útrýmast rólega úr æðra námi.

Þess vegna myndi ég halda að þetta sé töluvert alvarlegra jafnréttismál heldur en það sem Íslandsbanki er að ráðast á enda tölurnar orðnar mjög skakkar gagnvart drengjum og eru að versna og þetta er allt í batterýum sem eru rekin af ríkinu (eins og Íslandsbanki).

Þegar tölurnar voru í hina áttina og það voru fleiri strákar í háskóla þá var barist harkalega fyrir því að „leiðrétta þann halla“.

Ástandið hjá drengjunum okkar er sérstaklega dapurlegt eins og tölur frá landlækni og menntamálaráðuneyti sýna.

Vissir þú t.d. að kennarar eru líklegri til að hrósa stúlkum en drengjum í námi á Íslandi og að drengjum finnst nám miklu minna áhugavert og skemmtilegt en stúlkum.

Vissir þú líka að þriðjungur drengja útskrifast úr grunnskóla án þess að geta lesið sér til gagns.

Þetta vitum við og höfum vitað lengi en samt versna þessi hlutföll drengja í skráningu í Háskóla með hverju ári og við gerum ekkert… Nema jú að ríkisfyrirtæki okkar fara í viðskiptaþvinganir gegn karlmönnum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search