Umferðahópurinn ræðir úrbætur á hafnarsvæði

Ýmsar úrbætur á gatnakerfi hafnarsvæðisins voru ræddar á síðasta fundi umferðarhóps umhverfis- og skipulagsráðs.  Fjallaði hópurinn t.a.m. eftirfarandi;

 • Umbætur á beyjuakrein á horni Strandvegs og Heiðarvegs.
  Hvort mætti taka út beygjuakrein á horninu á Strandvegi og Heiðarvegi þ.e. þegar keyrt er í
  austur eftir Strandvegi að þá eru tvær akreinar en ekki þrjár eins og er í dag. Þetta myndi
  auðvelda stórum bílum að taka beygjuna þegar komið er úr Herjólfi
  Niðurstaða: Ýmsar lausnir og sjónarhorn voru rædd. Besta lausnin að svo stöddu er talin vera
  að fækka akreinum á vesturenda gatnamótana með þeim hætti að beygjuakrein verður
  fjarlægð. Þannig myndist aukið pláss fyrir stór ökutæki til að taka vinstri beygju. Það gæti hins
  vegar verið ruglingslegt ef að það er beygjuakreinar fyrir sumar áttir gatnamótanna. Það þarf
  því að skoða betur hvernig áhrif það hefur á umferð um gatnamótin og á umferðarraðir að
  fækka akreinum. Ekki talið ráðlagt að fækka akreinum þegar komið er úr Herjólfi þrátt fyrir að
  bílstjórar á stórum bílum þurfti að fara á austustu akreinina til þess að komast í vestur.
  Einnig var rætt að hugsanlega væri tilefni til að rekstraraðilar skoði bílakost sinn því að sum
  stór ökutæki geti vel ráðið við gatnamót sem þessi. .
 • Einstefnu á hafnarsvæði við Tangann.
  Einstefna þegar keyrt er fram hjá Tanganum í átt að Básaskersbryggju. Einstefnan gæti verið
  sett upp yfir sumarmánuðina eða verið allt árið. Þetta myndi bæta öryggi þeirra fjölmörgu
  farþega sem ferðast með Herjólfi. Spurning hvort setja ætti upp þrengingar til að hægja á
  umferð.
  Niðurstaða: Mikið er um gangandi vegfarendur á svæðinu og örtröð á svæðinu og því tilefni
  til að huga að umferðaröryggi á svæðinu. Annarsvegar að beina fólki í að halda sig við
  gönguleiðir en til þess þarf hugsanlega að tryggja nægt svæði á gangstéttum og þannig
  mögulega að fjarlægja mannvirki á svæðinu. En einnig að takmarka umferð.
  Hópurinn telur þörf á að skoða betur mögulegar úrlausnir á svæðinu og hvaða nálganir eru
  bestar til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Umferðahópurinn er enn með
  þetta mál á sínu borði.
 • Öryggi gangandi vegfarenda og merkingu gangbrauta við Herjólf.
  Setja gangbraut á bláu göngustígana sem eru á gönguleið farþega Herjólfs bæði austan megin
  við Bása (við N1) og á milli Bása og Skildingavegs 5.
  Niðurstaða: Hópurinn var sammála um að forgangur gangandi vegfarenda væri ekki skýr með
  merkingu blárra göngustíga. Ákveðið var að málaðar yrðu gangbrautir á leiðunum í sumar.
  Hugsanlega þarf að stytta gönguleiðir yfir umferðargötur við gangbrautirnar.
 • Bílastæði fyrir stór ökutæki.
  Á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar er listi yfir þau svæði þar sem leggja má stórum
  ökutækjum. Listi þessi er frá 2018 og tel ég að þurfi að endurskoða hann m.a. með tilliti til
  nýrra bílastæða á hafnarsvæðinu. Linkur á yfirlistmynd sem á að fylgja listanum er óvirkur
  https://www.vestmannaeyjar.is/mannlif/frettir/svaedi-fyrir-stor-okutaeki.
  Niðurstaða: Uppfæra þarf lista yfir svæði þar sem má leggja stórum ökutækjum. Mögulegar
  staðsetningar ræddar á fundinum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search