Laugardagur 13. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Um tuttugu manns sem þrifu dalinn í morgun

Það hafa allir gott af því að rölta inn í dal um klukkan tíu/ellefu að morgni dags eftir kvöldskemmtun í dalnum

Það er sunnudagsmorgun og Tígull kíkti á ofur duglega fólkið sem tók að sér þrif í dalnum þessa Þjóðhátíð. Það var frekar fámennt en mjög góðmennt þegar við mættum um klukkan ellefu. Um tuttugu manns voru við þrif. Raka þarf brekkuna og tína upp allt rusl sem er á svæðinu.

Gríðarlega mikil vinna

Mikið væri nú flott ef að fólk tæki meira ruslið með sér og myndi henda í tunnur sem eru um allt. Eins ætti hreinlega að banna glerflöskur í dalinn, kannski ekki geranlegt veit ekki, en það myndi létta mikið á og koma í veg fyrir slys oft á tíðum.

Tígull hitti á Sverrir Þór Sverrisson ( Sveppa ) hann stóð fyrir framan stóra sviðið og dáðist af dugnaðar fólkinu sem var að þrífa. „já maður bara áttaði sig ekki á þessu, bara mætir í gír í brekkuna seinnipart dags og allt er klárt fyrir mann.,, sagði Sveppi. En hann ásamt félögum sínum FM95 Blö skemmtu í gærkvöldi og slógu í gegn hjá brekkunni. Hann var nú á leið heim á ný, sem reyndar blaðamaður Tíguls var hissa á, því hver fer bara heim á laugardegi á Þjóðhátíð. Sunnudagurinn er toppurinn á Þjóðhátíð það er bara þannig.

Kæru gestir Þjóðhátíðar verum góð við hvort annað og göngum vel um dalinn okkar. 

p.s. það er ekki of seint að bjóða sig fram í þrif, bara mæta á mánudaginn klukkan 13:00 og hjálpa til.

Sverrir Þór Sverrisson var að dáðst að mannskapnum sem var við þrif. Hann hefur aldrei áður upplifað þessa sýn áður.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is