Um helgina fór fram fyrsta Haustmót GV. Flott skráning var en 63 aðilar tóku þátt.
Veitt voru verðlaun fyrir lengsta teighögg á 18. holu, nándarverðlaun á par 3 holum, besta skor án forgjafar og efstu 3 skor með forgjöf.
Í þriðja sæti með forgjöf var Björn Kristjánsson með 40 punkta.
Í öðru sæti með forgjöf var Eggert Stefánsson með 41 punkt.
Í fyrsta sæti með forgjöf var Birgir Guðjónsson með 41 punkt en þess má geta að hann spilaði á 69 höggum.
Besta skor dagsins átti Hallgrímur Júlíusson, en hann spilaði á 65 höggum, fékk til að mynda 7 fugla og 1 örn