Miðvikudagur 6. desember 2023

Um 300 grindhvalir drepnir í Eyjum

Á morgun klukkan 13.00 verður í Sagnheimum fyrirlestur Baldvins Harðarsonar þar sem hann lýsir grindhvaladrápi í Vestmannaeyjum og
venjum og hefðum í kringum þær.

Af því tilefni er full ástæða til að rifja upp þegar grindhvalavala var rekin inn í höfnina í Vestmannaeyjum 1958 með myndum sem Sigurgeir Jónasson tók.

„Sá óvenjulegi at burður gerðist í Vestmannaeyjum í gærkvöldi, að þar var rekin á land stór marsvínatorfa,“ segir í frétt í Tímanum 6. ágúst 1958.

„Hljóp hún á land í svonefndum Botni alveg inn við Friðarhöfn, og voru hvalirnir lagðir þar að velli. — Hvaladrápið stóð sem hæst um klukkan ellefu í gærkveldi, er blaðið hafði tal af fréttaritara sínum í Eyjum. Þá var búið að skera um 80 hvali, en margt hvala var dautt við fjöruborðið eða svamlaði framan við.

Það var Sigfús Guðmundsson, skipstjóri á vélbátnum Sævari, er tilkynnti í talstöð, að hann hefði fundið grindavöðu austur í Fjallasjó og væri búinn að reka hana í klukkustund. Var klukkan þá tíu mínútur yfir tvö. Brugðu bátar við og fóru til liðs, og urðu átta vélbátar saman við reksturinn.“

Umræddur fréttaritari var sennilega Sigurgeir Kristjánsson, bæjarfulltrúi og framsóknarmaður með meiru. Daginn eftir segir Sigurgeir: „Hér hefir stanzlaust verið unnið að hvalskurði síðasta sólarhringinn, og um klukkan 7 í kvöld var búið að lóga 170 hvölum og þá aðeins eftir að skera 15 þeirra. Þá voru eftir lifandi í höfninni hátt á annað hundrað hvala að því er talið er, og var ráðgert að lóga á flóðinu í kvöld eins mörgum og unnt mundi að skera til hádegis á morgun, en þá verður hvalskurði hætt að sinni, enda fer þá þjóðhátíð í hönd.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is