Úlli open 2021 fór fram síðustu helgi – milljón til skyrktar Krabbavörn Vestmannaeyja

Um síðustu helgi 14 ágúst fór fram Úlli Open golfmót

Úlli open 2021 er minningargolfmót, Gunnlaug Úlfar Gunnlaugsson, Úlla píparar, sem lést langt fyrir aldur fram þann 22.september 2019. Mótið er jafnframt styrktarmót fyrir Krabbavörn í Vestmannaeyjum, en allur ágóði af mótinu rennur óskiptur til Krabbavarnar. Mótið er styrkt af mörgum góðum aðilum með vinningum og fleiru.

74 vinir og vandamenn mættu og fór allur ágóði af mótinu til Krabbavörn í Vestmannaeyjum. 460 000 safnaðist og fyrirtæki Úlla og Rúnars og núna Þorfinns og Rúnars, Lagnaþjónusta Suðurnesja, „dobblaði“ þá upphæð, þannig að upphæðin varð samtals 920.000 þúsund. Til viðbótar við það gáfu Bjarki Guðmundsson og kona hans Margrét, 50 000 krónur til Krabbavarnar í Eyjum, til minningar um föður Bjarka, sem lést eftir stutta baráttu við krabbamein en hann greindist á síðasta ári stuttu eftir að Bjarki vann bikarinn á Úllamótinu í fyrra. Bjarki hefur líka sterka tengingu til Eyja. Því gaf golfmótið hans Úlla rétt tæpa milljón af sér í ár til Krabbavörn í Vestmannaeyjum.

En fyrst og fremst komum við saman til að minnast góðs vinar og njóta saman, eins og Úlli okkar kunni svo vel segir í tilkynningu mótshaldara.

Við sem stöndum að þessu móti viljum þakka öllum þátttakendum og öllum okkar yndislegu styrktaraðilum frá dýpstu hjartans rótum fyrir stuðninginn.
Það var Kolbrún Rúnarsdóttir gjaldkeri Krabbavarnar sem tók við styrknum og vill hún koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir hönd stjórnar Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Þetta hefur mjög mikið að segja fyrir okkar litla félag sem stendur á bakvið þá sem greinst hafa með krabbamein í Vestmannaeyjum segir Kolbrún að lokum.
Hér eru nokkrar myndir frá mótinu:

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search