U18 landslið kvenna í 8 liða úrslitum í dag – Elísa ekki með

U18 ára landslið kvenna í handknattleik heldur áfram að fara á kostum á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Skopje í Norður Makedóníu. Liðið vann liðið Norður Makedóníu með þriggja marka mun, 25:22, í Boris Trajkovski íþróttahöllinni í Skopje. Íslenska landsliðið vann þar með milliriðil eitt á mótinu og er ennþá taplaust eftir fimm leiki. Næsta viðureign verður við Holland í dag klukkan 16.15 þar sæti í undanúrslitum verður undir.

Leikir í átta liða úrslitum 7. ágúst:
16.15: Ísland – Holland.
16.15: Danmörk – Frakkland.
18.30: Suður Kórea – Svíþjóð.
18.30: Ungverjaland – Egyptaland.

Sigurliðin komast í undanúrslit sem leikin verða 8. ágúst. Tapliðin leika um fimmta til áttuna sætið 8. og 10. ágúst.

 

Áfall fyrir íslenska landsliðið – Elísa er úr leik

Elísa Elíasdóttir spilar ekki meira með á mótinu. Ljósmynd: Mummi Lú.

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, varð fyrir áfalli á föstudag fyrir leikinn gegn Norður Makedóníu á heimsmeistaramótinu þegar ljóst varð að Elísa Elíasdóttir gat ekki tekið þátt.

Elísa hlaut höfuðhögg í leiknum við Íran. Hún hefur ekki jafnað sig auk þess sem ekki verður tekin nokkur áhætta á að tefla henni fram að þessu sinni enda alls ekki í fyrsta skipti sem Eyjastúlkan verður fyrir höfuðhöggi. Hún tekur ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu.

Elísa hefur leikið afar stórt hlutverki í landsliðinu, jafnt í vörn sem sókn, fram til þessa á mótinu auk þess að vera ein reynslumesti leikmaður liðsins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search