25.11.2020
Helgi R Tórzhamar fann 8mm filmu í Vosbúð um daginn sem hann og festi kaup á. Innihald filmunnar reyndist vera útilega og þjóðhátíð í Eyjum fyrir gos.
Helgi birti brot af filmunni á facebooksíðu Heimakletts um daginn og spurðist fyrir hvort einhver kannaðist við fólkið á filmunni. Við heyrðum í Helga og fengum hans frásögn:
Það var hann Hörður hjá Sagnheimum sem benti mér á þessar 8mm spólur í Vosbúð. Þar voru fimm til sex filmur allt gamlar bíómyndir nema ein sem var þessi filma. Í byrjun filmunnar var myndskeið frá útilegu ofan af landi og var ég í þann mund að fara að slökkva á en eitthvað sagði mér að horfa smá lengur sem ég gerði og þegar leið á filmuna þá kom myndskeið frá þjóðhátíð fyrir gos í ljós.
Þá taldi Helgi líklegt að einhver hér í Vestmannaeyjum hefði tekið þetta upp en Helgi þekkti engan á filmunni. Helga datt þá í hug að setja smá skot af þessu inná facebooksíðuna Heimklett og kanna hvort einhver myndi þekkja fólki þar. Helgi fékk strax góð viðbrögð við myndskeiðinu.. en svo liðu nokkrir daga þá hringdi Snorri Jónsson í Helga:
Í dag fékk ég símtal frá Snorra Jóns, sem spurði hvort ég væri ekki sá sem hefði póstaði þessu og svaraði ég því játandi. Snorri tjáði mér þá að hann hefði tekið innihald filmunnar. Til að gera langa sögu stutta þá er innihald filmunnar tekið 1967 en týndist í gosinu 1973 sem sé týnd í 47 ár.
Þá hafði Þyrí konan hans Snorra tekið eftir myndbrotinu og spurði Snorra hvort þetta gæti verið þeirra filma frá því fyrir 47 árum. Sem og svo reyndist vera.
Ekki er vita hvernig eða afhverju hún endaði í vosbúð. Snorri spurði Helga hvort hann gæti fengið filmuna að láni því honum langaði að sjá þetta aftur. Helgi var fljótur að svara því: filman tilheyrði þér Snorri, en ekki mér. Snorri leit við hjá Helga í gær og nokkrar sögur fylgdu með innlitinu.
Snorri kvaddi Helga glaður og þakklátur.

