Nú er veðrið skollið á með látum. Tvö útköll hafa borist til Björgunarfélags Vestmannaeyja og mættu þau fersk á staðinn og björguðu málunum á núll einni. Fyrra útkallið var við Brekasíg en þakplötur voru að losna en með snörum handtökum náðu þau að negla þær vel niður aftur. Seinna útkallið var við Vallargötu þar valt kofi á hliðina með þeim afleiðingum að hann brotnaði og fóru plötur og brak að fjúka. Það var áðdáunarvert að fylgjast með hópnum redda þessu á mettíma.
Meðalvindhraði á Stórhöfða var 33 m/s og fór yfir 40 m/s í hviðum klukkan 17:00.
Tíugll var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði.