Blátindur - Tígull

Tvö hundruð milljónir kostar að gera Blátind VE siglingarhæfan!

Á fundi framkvæmta og hafnarráðs í gær var farið yfir stöðu Blátinds VE en Blátindur sökk í Vestmannaeyjahöfn í febrúar á síðasta ári.

Mikið tjón varð á Blátindi auk hefðbundins slits vegna aldurs og var sérfræðingur fenginn til að reyna að meta kostnað við endurbyggingu.

Fram kom í mati Guðmundar að kostnaður við að koma Blátindi í sýningarhæft ástand sé ekki undir hundrað milljónum króna. Mun dýrara mun vera að gera Blátind siglingarhæfann, er áætlað að sá kostnaður muni vera í kringum tvö hundruð milljónir króna. Verkið er sérhæft og efniviður dýr og illlfáanlegur og því er kostnaður mikill.

Kostnaður við að farga Blátindi er áætlaður um 5 milljónir króna.
Allar ákvarðanir varðandi framtíð Blátinds eru háðar samþykki Minjastofnunar.

Ráðið þakkar Guðmundi Guðlaugssyni fyrir hans aðstoð við úttekt á MB. Blátindi VE 21

Framkvæmda og hafarráð samþykkir að fela Ólafi Þór Snorrasyni framkvæmdastjóra að óska eftir afstöðu Minjastofnunar til förgunar á Blátindi þar sem kostnaður við endurgerð Blátinds er mjög mikill og ekki talið verjandi að eyða slíkri fjárhæð í endurbyggingu.

Stefán Ó Jónasson (fulltrúi E- listans )telur sig ekki getað tekið afstöðu í málinu að svo stöddu og þyrfti að hafa betri upplýsingar um hvað felist í þeim kostnaði og þeim endurbótum sem gera þarf á Blátindi skv. fyrirliggjandi skýrslu.

Samþykkt var með fjórum atkvæðum en eitt athvæði á móti.

Hér fyrir neðan er svo úttekt og skýrslan frá Guðmundi Guðlaugssyni:

Ég fór til Vestmannaeyja að beiðni hafnaryfirvalda (Sveinn) til að skoða mb Blátind, með það að markmiði hvort raunhæft væri að gera bátinn upp. Mín
skoðun er sú að ekki sé raunhæft að gera hann upp vegan gífurlegs kostnaðar. Nánast allt fyrir ofan dekkbita er ónýtt. Dekk þramir og meginþiljur eru ónýt, stýrishús með grind og innri klæðningu eru sömuleiðis ónýt.

Skansklæðning og lunning þyrftu að fara að stórum hluta, vegan lélegs ástands og svo hægt væri að kalfakta dekk og bita. Það eru megin forsendur að dekk og lúkarskappi séu fullkomnlega þétt fyrir leka.

Lúkar er það illa farin að gera þarf við hann að stórum hluta. Skipta þarf um styttur í bátnum að nokkrum hluta og gera við annað eins. Öldustokknum þarf að skipta út að stórum hluta, eins gæti þurft að gera við dekkbita. Lestarkarmi má sópa í burtu.

Mín skoðun er að verkið er svo sérhæft og efniviður í þetta verk svo dýr og líka illfáanlegur, að vegan lélegs ástands skipsins, myndi kostnaður við að koma því í sómasamlegt ástand, sem sýningabát, ekki vera undir 100.000.000.- að koma skipinu í haffært ástand mundi kosta helmingi meira.
Guðmundur Guðlaugsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search