Tvö græn skref komin í hús hjá Sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum

T V Ö  G R Æ N  S K R E F

Við erum himinlifandi yfir því að ná þessum stóra áfanga segir Arndís Soffía Sigurðardóttir sýslumaður Vestmannaeyja.
Græna teymið okkar skipa þau Sæmundur Einarsson, Lára Ósk Garðarsdóttir og Sæunn Magnúsdóttir.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Verkefnið er fjármagnað af Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og er þátttaka því stofnunum að kostnaðarlausu.

Verkefnið er einfalt og aðgengilegt og ættu allar stofnanir að geta tekið þátt. Stofnanir sem skrá sig til leiks fylgja skýrum gátlistum sem skipt er upp í fimm skref. Hvert skref inniheldur á bilinu 20-40 aðgerðir sem stofnanir þurfa að innleiða í sinn rekstur. Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi. Veitt er viðurkenning fyrir hvert skref sem stofnanir ljúka við.

Aðgerðum Grænna skrefa er skipt í 7 flokka sem ná yfir helstu umhverfisþætti í venjulegum skrifstofurekstri. Skref 1-4 innihalda aðgerðir í öllum þessum flokkum en fimmta skrefið tekur á þeim aðgerðum sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi hjá viðkomandi stofnun.

MARKMIÐ

 • Draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi ríkisins
 • Efla umhverfisvitund starfsmanna
 • Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
 • Draga úr rekstrarkostnaði
 • Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar
 • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfismálum
 • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur geti innleitt aðgerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfsseminnar
 • Aðgerðir stofnana í umhverfismálum séu sýnilegar

Markmiðið er að allar ríkisstofnanir hafi lokið 5 skrefum fyrir árslok.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search