Tveir úrslitaleikir um helgina hjá okkar fólki í handboltanum – skondið viðtal við þjálfara Stjörnunnar

06.03.2020

4.flokkur kvenna og meistaraflokkur karla eru á leið í úrslitaleiki um helgina í bikarnum

Meistarflokkur mætir Stjörnunni klukkan 16:00 á morgun laugardag í Laugardalshöll og 4.flokkur kvenna mætir liði HK 2 í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 14.00.

Gaman að segja frá frétt sem birtist í á visi.is í morgun þar sem Gunnar Birgirsson tók viðtal við Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Stjörnunnar:

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var tekin í sjónvarpsviðtal á RÚV strax eftir leikinn. Hann var ekki lengi að skjóta á mótherja Stjörnunnar í bikarúrslitaleiknum þegar hann var spurður út í leikinn á móti ÍBV.

Gunnar Birgisson tók viðtalið fyrir Rúv og spurði Rúnar um það hvort hann væri farinn eitthvað að kortleggja ÍBV-liðið í huganum fyrir bikarúrslitaleikinn.

„Leikfélag Vestmannaeyja?“ svaraði Rúnar Sigtryggsson og brosti. Hann átti síðan mjög erfitt með sig eftir að hann skírði ÍBV liðið upp á nýtt.

„Við þurfum að pæla vel í því hvernig við tæklum þá,“ sagði Rúnar hálfhlæjandi. Rúnar er þarna augljóslega að skjóta á Eyjamenn fyrir að vera með leikaraskap inn á handboltavellinum.

Það verður vissulega fróðlegt að sjá hvernig Eyjamenn taka þessu skoti en það hefur hingað til ekki boðað gott að kveikja eldana í Eyjum, þar sem hjartað slær segir Gunnar Birgirsson að lokum.

Stjarnan hefur ekki unnið bikarinn í þrettán ár og komst síðast í bikarúrslitin fyrir sjö árum síðan. ÍBV vann bikarinn síðast fyrir tveimur árum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is