27.06.2020 kl 20:00
Vinna kjörstjórnar gengur vel í Eyjum,allt er samkvæmt ítrustu reglum og hefðum, sem ná mun lengur aftur en elstu menn muna segir Páley Borgþórsdóttir.
Klukkan 18:00 voru 1168 mans búnir að kjósa eða 37,6% og ef við berum saman frá því síðustu kosningum þegar Guðni var kosinn fyrst 2016 þá voru 1346 eða 42,2% búnir að kjósa kl 18:00 en þegar Ólafur var endurkjörinn 2012 þá voru 1175 eða 37,5 sem er mjög líkt og staðan er núna. Ljóst er að erfitt er að keppa við sitjandi forseta hverju sinni.
Hér fyrir neðan má sjá tölur frá Ólafi Elíssyni sem sýna mun milli ára.
Kjörstjórn: Þór Vilhjálmsson, Ólafur Elísson, Jóhann Pétursson, Björn Elíasson, Páley Borgþórsdóttir og Dóra Björk.