Miðvikudagur 24. júlí 2024

Tveir starfsmenn hjá útgerð Herjólfs slösuðust þegar verið var að ferja þá í land á léttbát farþegaskipsin

Tveir starfsmenn hjá útgerð Herjólfs slösuðust þegar verið var að ferja þá í land á léttbát farþegaskipsins í júlí á þessu ári. Annar fékk brot í hryggjarlið og samfallna tvo hryggjarliði en hinn samfallsbrot, brotið rófubein og brjósklos. Sex voru um borð í léttbátnum þegar slysið varð en enginn þeirra hafði hlotið sérstaka þjálfun í notkun bátsins.

Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin kom saman til fundar í síðustu viku.

Nýr Herjólfur var í prufusiglingum fyrir utan Landeyjarhöfn þegar slysið varð. Ákveðið var að tveir starfsmenn útgerðarinnar sem erindi áttu í land, yrðu fluttir þangað með hraðskreiðum léttbát skipsins sem einnig var verið að prófa. Á leiðinni í land fór báturinn fram af báru þannig að starfsmennirnir tveir slösuðust.

Við rannsókn á slysinu kom fram að annar starfsmannanna sem slasaðist skall með höfuðið í málmstykki fremst á léttbátnum og féll síðan í botninn á honum. Hinn sat á botninum þegar báturinn sigldi fram af bárunni. Nefndin gerir athugasemdir við að enginn um borð í léttbátnum hafði hlotið sérstaka þjálfun í notkun á hraðskreiðum léttbátum og bendir á að Slysavarnaskóli sjómanna bjóði upp á slíkt. 

Eftir atvikið var hluti áhafnar sendur á slíkt námskeið og til stendur að senda fleiri. Þá vekur athygli að nefndin tekur það fram að tíu hafi verið í áhöfn Herjólfs í þessari ferð en aðeins fjórir þeirra voru lögskráðir. „Ekki fengust skýringar á því,“ segir nefndin.

Þessu er greint frá á vefsíðu RÚV. https://www.ruv.is/frett/starfsmenn-herjolfs-slosudust-vid-profun-a-lettbat

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search