Tveir starfsmenn á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum eru smitaðir og nokkrir komnir í sóttkví

21.03.2020 kl 13:00

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sagði við viðtali við visir.is fyrir klukkutíma síðan

Tveir starfsmenn stofnunarinnar, sem starfa á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum eru smitaðir og nokkrir komnir í sóttkví.

Díana segir mikið álag á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eins og á öðrum heilbrigðisstofnunum vegna Covid 19 veirunnar.

Sjálf hefur hún fengið eldskírn því hún er ný tekin við starfi forstjóra stofnunarinnar.
„Já, þetta er pakki til að takast á við, ekki bara hjá mér heldur í öllum heilbrigðisgeiranum. Mér líst nú þannig á þetta að það ríkir óvissuástand, við vitum í sjálfum sér ekki hvað bíður okkar. En við höfum bara gert ráðstafanir og við fylgjum tilmælum sóttvarnarlæknis. Ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýn og ég veit það það birtir til aftur“, segir Díana.

Sérstök deild hefur verið opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi fyrir þá sem veikjast mikið af Covid 19 veirunni. Mikið álag er á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna veikinnar en tveir starfsmenn hafa greinst með smit og nokkrir eru í sóttkví.
Níu heilsugæslustöðvar, tvö sjúkrahús og tvær sjúkradeildir, auk sjúkraflutninga eru starfandi á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Hjá stofnuninni vinna 550 manns.
Mikið álag er á öllum vegna Covid 19 veirunnar og nú hefur verið opnuð sérstök lokuð deild á sjúkrahúsinu fyrir allt sem við kemur veirunni.
„Við settum þessa deild upp í gær, sem varúðarráðstöfun. Núna er það þannig að allir, sem veikjast og eru í meðferð leggjast inn á Landsspítalann en þetta er meira hjá okkur að hafa deildina ef að illa fer og við þurfum að taka á við sjúklingum, það yrði kannski ófært og við kæmum þeim ekki inn á Landsspítala. Á deildinni er líka verið að undirbúa vinnuna fyrir sýnatöku og annað“ segir Díana.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search