03.06.2020
Halldór Jóhann Sigfússon og Kári Garðarsson hafa valið tvo hópa til æfinga helgina 12. – 14. júní. Hóparnir eru aldursskiptir, drengir fæddir 2004 og drengir fæddir 2005.
ÍBV á tvo fulltrúa úr 2004 árgangnum, en það eru þeir Andrés Marel Sigurðsson og Elmar Erlingsson.
Við óskum peyjunum til hamingju með valið og góðs gengis í þessu verkefni, segir í facebook-færslu handknattleiksdeildar ÍBV.