Guðmundur Þ. Guðmundsson hefur valið 19 leikmenn til æfinga vegna landsleikjanna gegn Svíþjóð í lok október og þar á meðal eru þeir Kristján Örn Kristjánsson og Elliði Snær Viðarsson frá ÍBV.
Liðið hittist í Reykjavík og æfir þar 21. – 23. október en fimmtudaginn 24. október heldur hópurinn til Svíþjóðar þar sem leiknir verða tveir vináttulandsleikir gegn heimamönnum. Fyrri leikurinn fer fram föstudaginn 25. október kl. 17.00 í Kristianstad og sá síðari sunnudaginn 27. október kl. 15:00 í Karlskrona. Athugið að þetta eru íslenskir tímar.
Ef rýnt er í fyrri viðureignir liðanna má sjá að liðin hafa mæst 14 sinnum frá því í umspilinu fræga um sæti á HM 2007 (þeir leikir meðtaldir). Strákarnir okkar hafa unnið 5 leiki, einu sinni varð jafntefli en 8 sinnum hafa Svíar farið með sigur af hólmi. Svíar hafa verið í fremstu röð undanfarin ár og lentu m.a. í 2. sæti á EM 2018. Það er tveir hörkuleikir sem bíða strákanna okkar í Svíþjóð og verða þeir án efa frábær undirbúningur fyrir EM sem hefst 11. janúar í Malmö í Svíþjóð.
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Ágúst Elí Björgvinsson, IK Sävehof 29/0
Grétar Ari Guðjónsson, Haukar 7/0
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 7/0
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, Lemgo 61/136
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Barcelona 139/545
Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad 113/207
Leikstjórnendur:
Elvar Örn Jónsson, Skern 24/74
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kiel 21/28
Haukur Þrastarsson, Selfoss 10/9
Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold 35/41
Hægri skytta:
Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV 5/1
Teitur Einarsson, IFK Kristianstad 16/15
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC 105/311
Sigvaldi Guðjónsson, Elverum 18/31
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, GOG 45/65
Elliði Snær Viðarsson, ÍBV 4/3
Sveinn Jóhannsson, Sönderjyske 5/14
Ýmir Örn Gíslason, Valur 31/14
Varnarmenn:
Daníel Þór Ingason, Esbjerg 30/9
Þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Ólafur Gústafsson og Ómar Ingi Magnússon eiga allir við smávægileg meiðsli að stríða og eru því ekki valdir að þessu sinni.