Tveggja leikja bann á þjálfara ÍBV kvenna

Sigurður Bragason, þjálfari meistaraflokks ÍBV kvenna í handbolta hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals eftir leik liðanna á dögunum.

Sigurði var gefið af sök að hafa slegið starfsmann Vals tvívegis í rassin að leik loknum. Í bréfi framkvæmdarstjóra HSÍ til aganefndar er atvikinu lýst svo: „Þar kemur hann [Sigurður] að liðstjóra Vals sem var að beygja sig niður til að taka saman dót Vals og slær hana tvisvar sinnum í rassinn. Við það atvik kallar leikmaður Vals […] að Sigurði og segir við hann að ekki sé við hæfi að slá […] í afturendann. Við þá athugasemd bregst Sigurður afar illa við og gefur viðkomandi miðfingurinn ásamt því að öskra á viðkomandi að „fokka sér!“

Sigurður viðurkennir að hafa notað orðin „fokkaðu þér!“ er hann snöggreiddist þegar leikmaður Vals sýndi honum „aðdróttun sem hann taldi engan rétt eiga á sér“. Í greinargerð ÍBV er bent á að atvikum sé í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða og því refsiverðan verknað. Slíkt hefur ekki verið staðhæft af öðrum aðilum málsins og tekur aganefnd fram að það er ekki á færi nefndarinnar að taka afstöðu til framangreinds.

Í úrskurði aganefndar segir. „Vísað er frá aganefnd ásökunum í erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði Bragasyni er gefið að sök að hafa í tvígang slegið starfsmann Vals í rassinn. Vakin er athygli á að frávísun útilokar ekki að umrætt atvik verði tekið til meðferðar að nýju hjá aganefnd, berist aganefnd nýtt erindi á grundvelli reglugerðar um agamál, eftir atvikum á grundvelli nýrra gagna eða frekari upplýsinga um málsatvik sem aflað yrði frá þar til bærum aðilum.

Sigurður Bragason er úrskurðaður í tveggja leikja bann, fyrir að hafa brotið gegn leikreglu 8:10 a) og VI. kafla reglugerðar um agamál, með því að hafa sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals.

Sigurður missir því af  útileik gegn Haukum næstkomandi föstudag og undanúrslitaleik bikarkeppninnar gegn Selfoss miðvikudaginn 15. mars. Ef ÍBV hefur sigur úr býtum í þeim leik er honum hins vegar frjálst að taka þátt í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Úrskurð aganefndar HSÍ má lesa í heild sinni hér.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is