20.04.2020
Í gær bættust við tvær nýjar örnefnamyndir annars vegar við Sprönguna og hinsvegar við Hamarsveg vestan við golfskálann en fyrir voru komnar þrjár myndir, út á Flakkara, við Heimaklett og fyrir neðan Sorpu.
Þetta er frábært framtak sem Pétur Steingrímsson ásamt flottum hópi hefur staðið að og einnig Vestmannaeyjabær sem staðið hefur undir kostnaði á skiltunum.
Hér má lesa fyrri frétt þegar örnefnamyndin á Flakkaranum var afhjúpuð Í dag var afhjúpuð ný örnefnamynd