Tryggvi Hjaltasson kláraði 10 sólahringa og 15 klukkustundir vatnsföstu kl 10:00 í morgun, ótrúlegur drengur hreint út sagt, það var mjög fróðlegt og gaman að fá að fylgjast með þessum dögum hjá honum, hérna eru loka orðin frá honum og svo viðtal frá Morgunblaðinu sem var tekið við hann í dag í kjölfarið.
Jæja kæru vinir, þessu er lokið!
Klukkan 10:00 í morgun lauk ég vatnsföstunni minni og hafði þá fastað í 10 sólahringa og 15 klukkustundir.
Takk allir sem höfðu áhyggjur af mér, föstuðu með mér, deildu visku með mér og pössuðu upp á mig. Við tekur núna nokkuð spennandi uppbyggingartímabil og rannsóknir og niðurstöður úr þeim sem ég mun deila með ykkur á næstu vikum.
Ég fór í viðtal við Morgunblaðið hjá meistaranum Elinros Lindal þar sem ég fer yfir lokametrana, heildar niðurstöður og fullt fleira.
Vatnsmelónan sem ég fékk mér í morgun og Blómkálsborgarinn frá GOTT var ekkert eðlilega gott.
Ég finn núna hvernig orkan vex rólega og mér finnst ég verða hressari og sterkari með hverri mínútu, þetta er alveg ótrúlega geggjuð tilfinning.
Spaðafimma
Ætlar að gera vel við sig en vera skynsamur á næstu dögum
Hvað borðar þú þegar þú kemur út úr svona langri föstu?
„Birna Ásbjörnsdóttir sem hefur verið að ryðja braut í rannsóknum á þarmaflóru er að ráðleggja mér og hjálpa við að stilla upp mataræði sem kemur til með að passa upp á meltinguna og byggja öfluga þarmaflóru. Við langar föstur deyr talsvert af þarmaflórunni en fyrst og fremst slæmi hlutinn en þarmaflórann er viðkvæm eftir föstu og þess vegna mikilvægt að byggja hana vel upp. Það versta sem ég gæti gert núna væri að fá mér gos og súkkulaði. Ég mun þess vegna byrja á vatnsríkum ávöxtum og grænmeti og byggja mig upp þaðan. En eftir langa íhugun og pælingar hef ég ákveðið að fyrsta máltíðin mín verður frá Gott Veitingastaðnum hérna í Vestmannaeyjum sem leggur mikla áherslu á eðal hráefni og ég mun fá mér blómkálsborgara frá þeim.“
Hver er ávinningurinn af föstu?
„Fyrir utan fitumissinn sem margir sækja í og hefur í raun aldrei verið lykil hvati hjá mér þá fer mjög áhugavert ferli á fullt við föstu sem kallast „Autophagy“ sem í stuttu máli lýsir sér þannig að líkaminn fer að eyða út veikum og skemmdum frumum og endurnýta þær. Þetta gerir mikið fyrir ónæmiskerfið og er talið stuðla að langlífi og hafa fyrirbyggjandi áhrif á að lífstílssjúkdómar myndast eins og krabbamein, en þær frumur sem líklegastar eru til að fjölga sér í krabbameini eru hreinsaðar út í þessu ferli.
Aðrir þættir eru að húðin verður betur, insulín næmi eykst sem getur verið rosalega hollt fyrir fólk sem er komið með insulín ónæmi t.d. eftir langa tíð af því að borða of mikið eða mikið af einföldum kolvetnum.
Það sem ég sækist mest í og finnst mögnuðustu áhrifin eru þau andlegu. Ég kem út úr hverri föstu með meiri aga og meira sjálfstraust. Því þegar maður finnur að maður getur þetta, þá er maður ófeiminn við að setja sér stór markmið annars staðar og síðan skerpist brjálæðislega á tengingunni við Guð og bænir verða sterkari.“
Viðtalið allt frá mbl.is hérna