04.02.2020
Tryggvi Hjaltason ætlar sér að verða 200 ára.
Til þess rígheldur hann í trúnna, fastar í allt að 10 daga og lágmarkar allt stress í lífi sínu.
Tryggvi starfar sem Senior Strategist hjá CCP þar sem hann hefur aðgang að verðmætur og gríðarstórum gagnabanka um hegðun notenda EVE Online – enda mannleg hegðun eitt af hans helstu áhugamálum.
Áður en Tryggvi settist að í Vestmannaeyjum hélt hann út til Bandaríkjanna í svokölluð ,,intelligent studies“ og gekk svo í herinn. Þegar heim var komið starfaði hann meðal annars við yfirheyrslur fyrir Sérstakan saksóknara.
Í dag býr hann með fjölskyldu sinni í Vestmannaeyjum og heldur þar fyrirlestra fyrir bæjarbúau í frítíma sínum um ofurheilsu, ofurtengslanet og ofurskilvirkni: Hvernig tengist ég fólki betur sem hefur sömu markmið og ég? Hvernig næ ég þekkingu og getu úr heilanum á mér á mettíma og get ég verið heilbriðgur til 200 ára aldurs?
Frábært potcost með Snorra Björns og Tryggva Hjalta