Tryggvi búinn að slá persónulegt met í föstunni

Sólahringur 6 búinn í föstu

Varúð þetta verður hádramatískur-, langur og mikill nördastatus…

Í dag komu niðurstöður úr stóru blóðprufuni sem ég fór í. Eitt af því sem sérstaklega var verið að fylgjast með var bilirubin í blóði því það var hækkað hjá mér áður en ég hóf föstu. Það er komið í ljós núna að líklegast er ég með eitthvað sem heitir Gilberts syndrome. Athugið að þetta tengist ekkert föstunni, Gilberts er genabreyting sem fólk fæðist með.

En Gilberts er mjög áhugavert ástand sem hefur slæmar hliðar en líka heldur betur jákvæðar hliðar. Gilberts syndrome þýðir að lifrin á erfiðar með að brjóta niður bilirubin í blóði sem þýðir að þú getur auðveldar orðið gulur en þó án þeirrar áhættu á lifur sem vanalega fylgja því. Þeir sem eru með Gilberts geta líka átt erfiðar með að brjóta niður ákveðin lyf í lifur eins og Paracetamól og eru því í meiri áhættuflokk að fá lyfjaeitrun.

En þá komum við að jákvæðu hliðinni á Gilberts. Þeir sem hafa það eru bara með 1/3 af líkunum á við venjulega manneskju að fá hjarta og æðasjúkdóma og nokkrar rannsóknir hafa einnig sýnt að hækkað bilirubin þýðir aukin geta til andoxunar vegna þess að þetta efni brýtur t.d. niður og eyðir ónýtum blóðkornum, ergo, Gilberts fólk er líklega með betri getu til andoxunar og gæti því mögulega haft náttúrulega mechanisma til að lifa lengur sem passar ansi vel inn í markmið mitt að lifa til 200 ára aldurs 😀

Þetta hefði líklega aldrei uppgötvast ef ég hefði ekki farið að fasta.

Þeir sem vilja lesa meira um Gilberts geta skoðað t.d. þetta: https://en.wikipedia.org/wiki/Gilbert%27s_syndrome

Sjálfur er ég búinn að nördast yfir mig í dag að lesa rannsóknir um þetta, en 5% Bandaríkjamanna hafa þetta og meirihluti þeirra eru karlar.

En hér er bara rússíbanin rétt að byrja. Það kom í ljós að blóðið mitt er farið að þykkna sem þýðir ótrúlegt en satt að ég er væntanlega ekki að drekka nægt vatn. Ég hef verið að drekka um 3,5 lítra á dag en gæti þurft að drekka allt að 5 lítra á dag. En á móti kemur að ég fór í nudd í dag til Sonja Ruiz Martinez sem var fáránlega gott því skynfærin mín eru öll skrúfuð upp og Sonja er líka rugl mikill fagmaður, en allavega hún sagði mér að öll húðin mín væri rosalega fín og hvergi nein merki um þurrk.

Það er ekki hægt að ítreka nóg hversu mikilvægt það er að drekka nóg af vatni á föstu.

En annars eru öll gildi góð eða rosalega góð. Ég var t.d. með hækkað járn áður en ég byrjaði í föstu sem við vitum ekki alveg af hverju gerðist, en járn var núna komið í gott stand.

Fastan heldur því áfram en helsta áhyggjuefni hjá heilbrigðisteyminu í kringum mig núna er að ég er orðinn smá súr, með lækkað pH gildi. Það getur verið hættulegt, sérstaklega ef það lækkar mikið meira. Ég finn ekki fyrir einkennum en mér er sagt að það gæti verið vegna þess hversu heilbrigður ég er að öðru leyti.

Ég fer því í aðra blóðprufu á föstudaginn að láta kanna gösin í mér aftur.

Það er töluvert magn af heilbrigðis starfsfólki búið að hafa samband við mig og segja mér að þau hafa áhyggjur af mér og biðja mig að fara varlega. Það þykir mér ofsalega vænt um og ég ítreka sem ég sagt áður að ég er að gera þessa tilraun á eigin ábyrgð og reyni að mæla allt, gott og slæmt á sem gegnsæjastan hátt til að skilja allar breytingarnar sem líkaminn gengur í gegnum.

Ég hvet líka engan til að taka svona langar föstur án samráðs við lækni eða heilbrigðis starfsfólk. Styttri föstur eru allt annar handleggur.

En þá að skemmtilegustu fréttunum (fyrir utan Gilberts, því ég var basically að læra að ég er X Men). Mér líður eins og milljón dollurum í dag. Ég vaknaði og hungrið er farið. Þetta er parturinn af föstunni sem ég er búinn að bíða svo spenntur eftir, þarna byrjar áhugaverði hlutinn er snýr að andlegu hliðinni. Ég tók æfingu í dag og leið vel og sinnti fullt af verkefnum, kíkti í barnaafmæli og spjallaði við fullt af fólki, nudd, fullur vinnudagur o.s.frv. En undir kvöldmat fann ég að ég var orðinn þreyttur.

Mælingar dagsins:

Ketónar í blóði 7,1 mmol/L alveg eins og í gær. Þetta er í raun eitt hæsta ketóna gildi sem þú getur séð, líkaminn minn brennir í gegnum fitu núna á ógnarhraða og það er ein af ástæðunum fyrir að mér líður svona vel. Hálft kíló af fitu hefur 3600 hitaeiningar og ég er að fá nóg orku.

Glúkósi í blóði: 4,2 mmol/L (var 4,3 í gær). Glúkósi heldur því áfram að vera stabíll og fínn.

Þyngd: 78 kg (var 78,5 í gær)

Fituprósenta: 10,43% (var 11,49% fyrir tveim dögum og 12,82% við upphaf föstu). Rúmlega eitt prósent á tveim dögum eru allsvakalegar tölur í fitubrennslu. Ég missti næstum 10% af fitunni utan á mér á tveim dögum. Samtals hef ég misst 2,4% fitu á 6 dögum.

7 sólahringar búnir af föstu.

Ég er formlega kominn á óskrifað blað því ég hef aldrei áður fastað lengur en 7 sólahringa.

Það hefst því miður ekki vel vegna þess að fyrir nokkrum klukkustundum fékk ég mjög djúpa hungurverki og mikið munnvatn og í kjölfarið léttan magakrampa og leið ekki vel. Þetta er óvenjulegt og ég hef ekki lent í þessu áður þannig að ég tók mælingarnar mínar og sá þá að blóðsykur var komin í 3,8 mmol/L sem er í fyrsta sinn sem hann fer undir 4.

Ég ákvað þess vegna að taka létt inngrip til að sjá hvort mér liði ekki betur og fékk mér smá salt og kreisti smá sítrónu ásamt hálfri teskeið af hunangi út í heitt vatn og drakk það og fékk mér kalk og magnesíum töflu ásamt einni fjölvítamín töflu.

Mér leið strax (og þá meina ég strax) miklu betur en er mjög þreyttur og með léttan svima núna. Ég ætla að fara að sofa núna og sjá hvernig ég verð á morgun en ég fer í blóðprufu í fyrramálið og þá sést vonandi hvort ég sé kominn í einhver hættumörk einhverstaðar.

Mér leið vel í morgun og alveg til klukkan 17 í dag.

Það þarf að hlusta vel á líkamann sinn þegar maður þrýstir svona á mörkin og ég mun endurmeta með ráðgjöf frá heilbrigðis sérfræðingum hvort ég þurfi einhver frekari inngrip.

En mér leið samt strax miklu betur um leið og ég fékk mér salt, steinefni og vítamín áðan.

Mælingar dagsins:

Ketónar: 6,6 mmol/L (var 7.1 í gær)

Glúkósi: 3,8 mmol/L (var 4,3 í gær) þetta er áhyggjuefni og ég vil alls ekki sjá þessa tölu fara lægra.

Þyngd 77,7kg (var 78 kg í gær.)

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is