Tryggvi ætlar að fasta í 10 daga, frá 14.nóvember

Þann 14 nóvember ætlar Tryggvi Hjaltason að reyna við 10 sólahringa föstu þar sem hann mun einungis drekka vatn.

Tryggvi ætlar að reyna að mæla allt sem gerist í skrokknum á sér fyrir, á meðan og eftir þessa þolraun eins vel og best verður á kosið. Hann hefur fengið í lið með sér lækninn föður sinn Hjalti Kristjánsson, hjúkrunarfræðinginn systur sína Ragnheiður Perla Hjaltadóttir og Birna G. Ásbjörnsdóttir sem stundar nú doktorsnám í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands til að hjálpa sér að mæla heilsu sína á meðan þessu stendur.

Tryggvi stefnir að því að mæla lykil blóðgildi, þarmaflóru, styrk, fituprósentu, ketón osfrv. en meira um þetta þegar nær dregur.

Lang stærsti hlutinn af því að þola langa föstu er andlegur agi og hóf ég andlegan undirbúning fyrir þetta verkefni fyrir 4 dögum segir Tryggvi.

10 dagar verða þrem sólahringum lengur en lengsta vatnsfasta sem hann hefr tekið sem var fyrir tveim árum þegar hann náði 7 sólahringum. Myndin hér að neðan er af Tryggva á degi 6 í þeirri föstu en eins og sést er ég svolítið gulur á þeirri mynd sem orsakaðist af því að ég drakk ekki nægilegt vatn í byrjun föstunnar. Að öðru leyti komu allar mælingar út úr þeirri föstu vel út og virtist ég hafa þolað hana vel segir Tryggvi.

Tryggvi skorar hér með á þig vinur og vinkona kær að fasta með sér og hefja föstu þann 14 nóvember næstkomandi. Ef þú hefur aldrei fastað þá skora ég á þig að taka einn sólahring. Ef þú hefur fastað áður þá skora ég á þig að fasta einum sólahring lengur en lengsta fasta.

Föstur virðast vera mjög hollar og er vaxandi fjöldi rannsókna að sýna fram á virkni þeirra við að styrkja ónæmiskerfi, hjálpa þarmaflóru og almennt séð lengja lífið.

Tígull ætlar að fylgast með þessari áskorun hjá Tryggva.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search