Þriðjudagur 16. apríl 2024
Njáll Ragnarsson

Tryggjum að raddir Eyjamanna heyrist á Alþingi!

Á þeim þremur árum sem ég hef verið bæjarfulltrúi hef ég upplifað hversu ótrúlega mikilvæg hagsmunabarátta okkar Vestmannaeyinga er þegar við berjumst fyrir bættum samgöngum, sjúkrahúsinu, opinberum störfum á landsbyggðinni og áfram mætti telja. Þessari baráttu er hvergi nærri lokið. Samskipti okkar við flesta þingmenn hafa verið með miklum ágætum og sýna þeir flestir sérstöðu okkar skilning, vitandi það að íbúar hér eru ekki í sömu aðstöðu og íbúar í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. 

Í spjalli mínu á kaffistofum sem ég hef heimsótt undanfarna daga hafa bráðaflutningar sjúklinga til Reykjavíkur oftar en ekki borið á góma. Viðbragðstími sjúkravélar frá Akureyri er of langur og því er nauðsynlegt að bæta þar úr til þess að tryggja betur öryggi sjúklinga. Þegar mannslíf eru í húfi getum við ekki sætt okkur við núverandi ástand.

Að mínu mati verður þetta stærsta einstaka hagsmunamálið sem við stöndum frammi fyrir á næstunni. Bæjarstjórn hefur ítrekað farið fram á það að sérhæfð sjúkraþyrla verði staðsett á Suðurlandi til þess að stytta viðbragðstímann. Því miður hefur þetta ekki gengið eftir og ég segi að nóg sé komið af spjalli – tími aðgerða sé runninn upp. 

Frá því að núverandi samgönguráðherra Framsóknarflokksins tók við embætti hafa risastórir sigrar náðst hvað varðar samgöngumál okkar Eyjamanna. Helst ber að nefna jöfnun fargjalda til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar sem er sennilega ein stærsta kjarabót fyrir heimili í Vestmannaeyjum í langan tíma. Sömuleiðis var það fyrir tilstuðlan ráðherrans að eyða út dýpkunartímabilum sem höfðu gert það að verkum að Landeyjahöfn lokaðist stóran hluta ársins. Nú er staðan sú að dýpkað er þegar færi til þess gefst, hvort sem það er janúar eða júlí. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur Eyjamenn – hagsmunabaráttan skilaði sínu. 

Baráttan heldur áfram og henni er hvergi nærri lokið. Það verður mikilvægt hér eftir sem hingað til að raddir íbúa í Vestmannaeyjum heyrist á Alþingi. Ég er tilbúinn til þess að tala okkar máli, hvort sem um er að ræða samgöngumál, atvinnumál, nýsköpun eða heilbrigðismál – ég er tilbúinn í baráttuna! 

Til þess óska ég eftir þínum stuðningi í 3. – 4. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins þann 19. júní n.k. Þeir geta tekið þátt sem skráðir eru í flokkinn fyrir 19. maí og vilja tryggja málsvara okkar í þinginu á næsta kjörtímabili. Tækifærið er sannarlega til staðar! 

Hægt er að skrá sig á eftirfarandi vefsvæði: https://framsokn.is/ganga-i-flokkin/

Njáll Ragnarsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search