Tryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlu

Í lok ársins 2019 var samþykkt í ríkisstjórn tillaga heilbrigðisráðherra Svandísar Svavarsdóttur um tveggja ára tilraunaverkefni um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu. Með þyrlunni á að veita bráðveikum og slösuðum sérhæfða þjónustu með sem skjótustum hætti. Bráðaþjónusta á borð við fæðinga- og skurðþjónustu hefur illu heilli verið skert víðsvegar um landsbyggðina og þörfin á eflingu sjúkraflutninga því rík. Sjúkraflutningum í dreifbýli er í dag að mestu sinnt með sjúkrabílum og að nokkru leyti með sjúkraflugvél og björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar.

Covid setti strik í reikninginn

Vegna áhrifa Covid var tekin ákvörðun á síðasta ári í ríkisstjórn um að ekkert fjármagn yrði sett í ný verkefni og því hefur verkefninu enn ekki verið tryggt fjármagn. Á sama tíma fækkaði erlendum ferðamönnum verulega, en gert var ráð fyrir þeim sem hluta af fjármögnun verkefnisins. Nú sér fyrir endann á takmörkunum vegna Covid faraldursins, efnahagsleg áhrif hans á ríkissjóð munu dvína og erlendum ferðamönnum hefur strax tekið að fjölga á landinu. Nú er því lag að reka smiðshöggið á sjúkraþyrluverkefnið.

Mun beita mér áfram fyrir verkefninu

Sjúkraþyrluverkefnið hefur verið mér hjartfólgið í mörg ár og hef ég átt í árangursríku kynningarstarfi og samtali við hagsmunaaðila á borð við sjúkraflutningamenn, yfirlækni bráðaþjónustu utan spítala, heilbrigðisráðherra, fulltrúa Landhelgisgæslunnar, kjörna fulltrúa sem glímt hafa við skerðingu á heilbrigðisþjónustu í heimabyggð o.fl. Sú þverfaglega vinna hefur borið þann ávöxt að verkefnið er komið á koppinn, en næsta skref er að tryggja að verkefnið verði ofarlega á blaði í næstu fjármálaáætlun ríkisins. Því mun ég beita mér af öllum krafti fyrir enda mikið hagsmunamál fyrir Suðurkjördæmi og landið allt.

Ykkar þingmaður,

Vilhjálmur Árnason, frambjóðandi í 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search