02.10.2020
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og einnig eiginkona hans, Melania Trump. Þau eru bæði komin í einangrun. Forsetinn er 74 ára gamall og er því í áhættuhóp. Hann greindi frá smitinu á Twitter og segir þar: „við munum komast í gegnum þetta saman.“
Trump-hjónin greindust í kjölfar að einn af nánustu ráðgjöfum hans greindist með COVID-19.
Hope Hicks, sem er 31 árs gömul, er sú nánasta úr ráðgjafarhópi Trump til að smitast af COVID-19 en hún var samferða Trump í flugvél forsetans á sjónvarpskappræðurnar í Cleveland, Ohio, fyrr í vikunni.
Læknir forsetahjónanna segir að þau séu bæði við góða heilsu og að Donald Trump muni halda áfram að sinna skyldum sínum frá Hvíta húsinu þar sem hann er nú í einangrun.
Forsetaembættið hefur aflýst fyrirhuguðu kosningaferðalagi Trumps til Flórída sem átti að hefjast í dag. Aðeins 32 dagar eru til kjördags.
Mbl.is greindi frá þessu í morgun, hér er hægt að lesa alla fréttina