Fimmtudagur 22. febrúar 2024

Treysti á ykkar stuðning

Það er í nógu að snúast hjá Þuru Stínu Kristleifsdóttur Eyjamær en hún er hluti af hljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Hljómsveitin er komin í úrslit í Söngvakeppni sjónvarpsins með lag sitt Tökum af stað (Turn this around) en úrslitin ráðast á laugardaginn næstkomandi. Við heyrðum í Þuru Stínu.  

 

Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Kristleifur Guðmundsson og Heiða Önundardóttir. Stjúpmamma mín er Hildur Jónasdóttir. Ég á eina stelpu sem heitir Emilía Karin og er trúlofuð Arnari Jónmundssyni. Systkini mín í Eyjum eru Kristjana Sif, Kristleifur, Magnús, Ólafur Kristján og Hrafnhildur Kristín. Svo auðvitað bestu amma Þura Stína og afi Gummi í Hrauntúninu sem hafa alltaf verið mér eins og foreldrar.

Hvenær fluttiru frá Eyjum: Ég bjó seinast í Eyjum á fyrsta ári í FÍV. Ég fór síðan í listnám á hönnunarbraut og þurfti því að færa mig yfir í Tækniskólann. 

Hvar býrðu/hvað gerir þú:

Litla fjölskyldan býr í Mílanó en ég var að klára fyrstu önnina mína í mastersnámi. Ég er grafískur hönnuður og er í grafískri hönnun, markaðsfræði og listrænni stjórnun í skóla sem heitir NABA. 

En maki þinn:

Arnar er klippari og pródúsent og vann hjá Stöð2 og Stöð2 Sport áður en við fluttum til Mílanó en er núna í freelance verkefnum. 

Hvernig er týpískur dagur hjá þér?

Dagarnir mínir eru mjög fjölbreyttir en ég vinn mikið enda vinn ég við svo ótrúlega skemmtilega hluti. Ég er bæði tónlistarkona, framleiðandi, hönnuður og leikstjóri og verkefnin í aðdraganda söngvakeppninnar hafa verið ansi mörg og fjölbreytt. Annars njótum við fjölskyldan okkar mjög mikið í nýju landi, ég fer í skólann á daginn og elska að fara út að hlaupa. Við eigum ekki bíl úti en hjólum mikið svo ég byrja vanalega á því að hjóla með Emilíu í leikskólann og hjóla síðan í skólann minn. Eftir tíma fæ ég mér eitthvað gott að borða og kem svo heim eða fer á kaffihús til að vinna. Þegar við sækjum Emilíu Karin úr leikskólanum förum við oftast í garðinn að leika og svo fáum við okkur oft gelato í sólinni. Svo er bara eldað eitthvað gott heima og reynt að ná eins og einum góðum þætti ef að vinnan kláraðist af mestu yfir daginn.

Hvernig er undirbúningur fyrir söngvakeppnina?

Við ákváðum að taka þátt í september í fyrra og haustið fór í að semja lagið og undirbúa atriðið sjálft. Ég fékk síðan hugmynd að tónlistarmyndbandi fyrir lagið í nóvember svo að það fór í gang mjög mikil vinna því tengdu en ég leikstýrði og framleiddi myndbandið okkar. Við skutum það í byrjun janúar en aðaltökumaðurinn var Tómas Marshall og svo fékk ég annan eyjamann Harald Ara Karsson til að aðstoðarleikstýra. Það kom mikið af góðu fólki að þessu verkefni með okkur og við vorum mjög ánægðar að geta loksins frumsýnt það núna í síðustu viku.

Hvernig kom lagið til í keppnina? Við sömdum lagið allar saman í haust heima hjá Sölku sem er pródúsentinn í hljómsveitinni, bæði íslensku og ensku útgáfuna sem er reyndar blanda af íslensku og ensku en þannig semjum við flest lögin okkar í dag þar sem við erum að spila mjög mikið erlendis. Við gerðum nokkur demó en þetta small frekar fljótt hjá okkur og við vissum strax að þetta lag væri okkar framlag.

Af hverju að taka þátt núna? Það er búinn að vera draumur okkar mjög lengi að taka þátt í Söngvakeppninni en það hefur einhvernveginn aldrei gefist tími til þar sem við höfum verið mjög uppteknar við tónleikaferðalög úti. Við erum ótrúlega spenntar að taka lagið á ensku á laugardaginn en við erum búnar að leggja miklu vinnu í atriðið. Við erum aftur númer 3 í röðinni og því er bara sama kosninganúmer 900-9903.

Er eitthvað í kortunum hjá þér að flytja aftur til Eyja? Það er alltaf jafngott að komast til Eyja, við fjölskyldan eigum íbúð út á Seltjarnarnesi sem minnti mann mjög mikið á samfélagið heima. Lítið, vinalegt, sjórinn allt í kring og alltaf rok. En við erum auðvitað nýflutt til Mílanó svo það er ekki beint á planinu að flytja aftur heim í náinni framtíð allavega.

Eru fleiri úr hópnum ykkar tengdar Eyjum? Já, Ragga á frændfólk í Eyjum en flestar hafa nú komið með mér á þjóðhátíð til að spila og hitta fjölskylduna mína en það er langþráður draumur okkar Reykjavíkurdætra að spila saman á þjóðhátíð.

Ertu með skilaboð til Eyjanna? Ég vona að þið tjékkið á laginu, myndbandinu og að sjálfsögðu að þið kjósið ykkar konur á laugardaginn!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search