Þriðjudagur 26. september 2023
Barnaskólinn - Tígull

Tölvuinnleiðing GRV, Út fyrir bókina og Harry Potter þemaverkefni hljóta hvatningarverðlaun fræðsluráðs

25.05.2020

Á 330. fundi fræðsluráðs þann 20. maí sl. valdi fræðsluráð þrjú verkefni sem hljóta hvatningarverðlaun fræðsluráðs þetta árið. 

Markmið með hvatningarverðlaunum er að vekja athygli á því sem vel er gert í fræðslustarfi. Verðlaunin eru hugsuð sem hrós til þeirra sem sýnt hafa framúrskarandi vinnu og er einnig staðfesting á því að viðkomandi er fyrirmynd á því sviði sem viðurkenningin nær til.


Verkefnin sem hljóta verðlaun í ár eru:

Harry Potter þemaverkefni 4. bekkjar:
Snjólaug Árnadóttir, Unnur Líf Ingadóttir og Anna Lilja Sigurðardóttir hafa unnið mikið og metnaðarfullt þemaverkefni fyrir bekkina sína. Verkefnið teygði anga sína í aðra árganga í GRV og einnig út fyrir skólann. Mikil ánægja var með verkefnið hjá nemendum og foreldrum.

Út fyrir bókina:
Snjólaug Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir hafa lagt mikla vinnu í að gera námið áhugavert án bókar. Markvisst er unnið af því að gera kennsluna skemmtilega og lifandi, m.a. með námsefni sem tengist áhugasviði barna, gegnum leiki og spil. Jafnframt halda þær út fésbókarsíðu þar sem þær deila verkefnum. Verkefnið hefur hlotið mikla athygli innan og utan skólans.

Tölvuinnleiðing GRV:
Guðbjörg Guðmannsdóttir hefur verið í forsvari fyrir innleiðingu og bættum tæknimálum í GRV. Forritun á öllum stigum í náminu, örnámskeið fyrir kennara og starfsfólk. Án efa hefur þessi innleiðing og vinna nýst skólanum vel í fjarkennslu síðustu misseri.

Innilegar hamingjuóskir kæru verðlaunahafar!

Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is