03.08.2020
Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. nótt. Töluverð ölvun var í bænum og mikið um gleðskap í heimahúsum og görðum sem lögregla þurfti að hafa afskipti af.
Einn gisti fangageymslu sl. nótt vegna rannsóknar á fíkniefnamáli. Tveir aðilar voru handteknir og var annar hinna handteknu færður í fangageymslu vegna gruns um sölu fíkniefna. Á honum fannst talsvert magn af hvítu efni sem er talið kókaín auk mikils magns af lyfseðilsskyldu lyfi. Hinn aðilinn var látinn laus eftir skýrslutöku en á honum fundust einnig lyfseðilsskyld lyf. Þá fannst talsvert magn af peningum á báðum aðilum.
Að öðru leyti fór skemmtanahald helgarinnar vel fram.
Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi frá þessu á facebooksíðu sinni.