Tölublað 30 er mætt á eyjuna og inn á netið | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Nyttblad_Tigull20

Tölublað 30 er mætt á eyjuna og inn á netið

Tölublað 30 er mætt á eyjuna eftir að starfsmaður á plani stökk í 17:00 ferð Herjólfs til að sækja blaðið í höfuðstöðvar Flugfélags Ernis því jú það var þoka í gær og því ekkert flug, ekki vildum við taka áhættuna á að þið kæru lesendur okkar mynduð ekki fá blaðið í hendur í dag og á morgun eins og allar vikur. Upp á land kl 17:00 og til baka með 23:15 ferðinni. blessunarlega var Landeyjarhöfn þá er þetta hægt eintóm hamingja með Herjólf okkar. Hann fær hrós vikunnar frá okkur á Tígli fyrir að gera sitt besta alltaf. ( Þá erum við auðvitað að tala um alla sem koma að þessari vinnu við að láta hann virka svona vel ) Annars erum við Tígul stelpur hoppandi kátar með nýja brotið á blaðinu og nýja útgáfu á vefnum okkar tigull.is

Lífið á sjónum fer vel af stað og taka allar áhafnir meira en vel í þetta verkefni okkar. Við höldum áfram að vera óháður og frjáls miðill og miðla til ykkar allri gleðinni sem er um að vera í bænum okkar fallega og það algjörlega frítt.

Munið svo að þið eruð partur af þessu öllu saman með okkur og tökum við fagnandi á móti öllum með hugmyndir af fróðlegu, skemmtilegu, gefandi efni og frásögnum. Svo ef það lumar pistlahöfundur í þér, hafðu þá samband.

Kveðja á ykkur Kata Laufey og Lind Ritstjórar, auglýsingastjórar, ræstingarstjórar, starfsmaður á plani, grafískir hönnuðir, útgefendur, mæður, eiginkonur og síðast enn ekki síst eigendur.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Árshátíð VSV aflýst, út að borða í staðinn
Lista- og menningarverkefnið 1000 Andlit Heimaeyjar í Landandum í kvöld
Mikið um lausagang sauðfés í Vestmannaeyjum
Myndaveisla í makríl og síldinni heilsað
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X