Þriðjudagur 5. desember 2023

Tói Vídó: Mín stærsta einkasýning hingað til

Þór Tói Vídó (Tói Vídó) er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum.  Hann hefur tekið ljósmyndir frá árinu 2009 og fangar ótrúlega fallega sýn aðallega af náttúru eyjanna og lífríki alltí kring.  Hann hefur einnig tekið töluvert af ljósmyndum af meginlandinu.  Tói Vídó er sonur Sigga Vídó og Erlu Vídó sem flestir vestmannaeyingar ættu að þekkja. Ljósmynda- og málverkasýningu Tóa opnar í dag 18:00 og stendur til 23:00 í Baldurshaga. Tígull tók létt spjall við Tóa.

Árgerð: 1959

Fjölskylda: Birna Vídó og Diddi Vídó.

Hvað vakti áhuga þinn á ljósmyndun? 

Ómar Sveins vinur minn gerði ekki annað en að taka myndir á myndavél sem hann átti. Ég öfundaði hann af þessu  áhugamáli. Svo einn daginn þegar ég gekk framhjá Eyjafoto þá   sá ég myndavél í glugganum. Ég ákvað að skella mér inn og keypti vélina. Þetta var 2009 og hef ekki hætt að mynda síðan.

Uppáhalds myndefni? Landslag fyrst og fremst en áður tók ég myndir af mannlífi en hef ekki gert það lengi.

Ertu morgunhani eða nátthrafn?  Nátthrafn, ekki spurning!

Nú ertu með sýningu á gosloka-hátíðinni, er þessi sýning frábrugðin öðrum sýningum sem þú hefur haldið?

Já, að því leyti að þessi er sú stærsta sem ég hef haldið og einnig sú fjölbreyttasta. Alls konar í boði, málaðar myndir eftir mínum ljósmyndum. Myndir fást á álplötum og striga.

Hvað hefuru verið með margar sýningar?

Eina einkasýningu og tvær samsýningar yfir goslokin.

Ertu að bjóða upp á myndatökur?

Nei ég er ekki að bjóða upp á það en ég hef tekið brúðkaupsmyndir en ég vil helst ekki vera í því. 

Uppáhalds linsa?

24-70 mm, ég er að taka á Nikon D810.

Hver er þinn uppáhalds staður í Eyjum?
Prestafjaran er mitt uppáhalds.

Eitthvað lokum? Ég vil hvetja fólk til þess að koma og kíkja mig. Vel valdar veitingar verða á opnun sýningarinnar fyrir þyrsta og svanga.

Sýningin verður haldin í Baldurshaga þar sem The Brothers Brewery var áður.

Óskar Axel félagi Tóa mun standa að sýningunni með honum en Óskar Axel Óskarsson er uppalinn í Vestmannaeyjum. Tói Vídó og Óskar hafa verið félagar frá æskuárum og að sögn Óskars : „þegar ég sá þessar fallegu myndir á facebook síðu minni, mánuð eftir mánuð, fannst mér að vestmannaeyingar ættu að geta notið verka listamannsins Tóa Vídó“

Það merkilega í þessari sýningu er að þú getur séð sum verkin prentuð á striga, jafnframt olíumálverk af sömu verkum, prentað  á álplötur og ýmsan annan skemmtilegan varning.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is