Þriðjudagur 25. júní 2024

TM mótið var haldið um síðustu helgi

TM mótið var haldið um síðusta helgi og er það árlega eins og vestmannaeyingar vita

Mótið fyrir stelpur í 5. flokki eða stelpur á aldrinum 11-12 ára.

Við heyrðum í Sigríði Ingu Kristmannsdóttur mótstjóra og fengum að heyra hvernig mótið tókst til í ár.

Mótið gekk mjög vel og gekk allt upp eins og það átti að gera.
Á mótinu voru 120 lið frá 34 félögum eða í heildina um 1200 manns þá þátttakendur, þjálfarar og liðsstjórar.

Aðspurð um það hvernig ÍBV hafi gengið á mótinu þá sagði Sigga að þeim hafi gengið mjög vel, það voru 2 lið frá ÍBV sem léku um bikar.

Þurftið þið að gera ráðstafanir vegna veðurs?

Nei, dagskráin gekk alveg upp hjá okkur en við þurftum að gera ráðstafanir þegar kom í ljós hvernig fjöldatakmarkanir voru í gildi yfir mótið. Þá þurftum við að endurskipuleggja allt mótið upp á nýtt aðeins tveimur vikum fyrir mót. Útbúa nýtt leikjaplan frá a-ö og því fylgdi þá nýjir matartímar og breytt dagskrá. Sem dæmi var hæfileikakeppnin rafræn í ár og sendu liðin inn myndbönd. Hæfileikakeppnin átti að vera á fimmtudagskvöld, en þar sem hún var rafrænt þá var engin dagskrá eftir að keppni lauk á fimmtudag.

Á föstudag höfum við verið með tvo landsleiki í einu og eftir það hefur verið kvöldvaka en núna þurftum við að hafa einn landsleik og kvöldvöku á sama tíma og svo var skipt, seinni landsleikurinn spilaður og hinn helmingurinn fór á kvöldvöku í íþróttamiðstöðinni.

Stúkunum voru skipt upp í fjögur hólf, bæði á kvöldvökunni og svo í stúkunni á Hásteinsvelli.
Stór breyting var líka að við gátum ekki verið með lokahóf þetta árið í íþróttamiðstöðinni eins og undanfarin ár en öll verðlaun voru afhend á fótboltavellinum strax eftir að úrslitaleikirnir kláruðust á laugardaginn.
En eins og áður sagði þá tókst mótið mjög vel í heild”, sagði Sigga að lokum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search